Jacques Demy á Íslandi

Ég mæli eindregið með því að fara í Bíó Paradís og uppgötva Jacques Demy, en fjórar myndir eftir hann verða sýndar núna í mars. Regnhlífarnar í Cherbourg er til dæmis alveg frábær, sem og Stúlkurnar frá Rochefort. Ég hef ekki séð hinar tvær, en maðurinn minn segir að Lola sé svo átakanleg að hann hefur aldrei þorað að horfa á hana aftur. Hann mælir einnig með Englaflóa, sem er líklega minnst þekkt af þessum myndum.

Það eina sem ég ætla að segja um Jacques Demy, er að ég horfi mjög reglulega á þessar tvær myndir sem ég nefndi fyrst, og er jafn ánægð í hvert skipti. Ég get ekki útskýrt þetta neitt. Farið bara og sjáið sjálf.

Lifið í friði.

4 Responses to “Jacques Demy á Íslandi”


 1. 1 ella 15 Mar, 2011 kl. 9:03 f.h.

  Ég mun ekki gegna þér en það er ekki af virðingarleysi fyrir skoðunum þínum, heldur nálægðarleysi. (Ætli einhver hafi einhvern tíma sagt þetta orð fyrr?)

 2. 2 parisardaman 15 Mar, 2011 kl. 9:10 f.h.

  Nálægðarleysi okkar er jafn óyfirstíganlegt, þó það muni nokkrum kílómetrum. Ég man amk ekki eftir að hafa rekist á nálægðarleysi fyrr, en nú mun það heldur betur gúgglast.

 3. 3 Andreas Thrainn Kristinsson 16 Mar, 2011 kl. 10:16 e.h.

  Paradísarbíó er flottasta bíó á Íslandi…ég meina lobbíið, kaffið og staðsetningin…

 4. 4 parisardaman 17 Mar, 2011 kl. 11:24 f.h.

  Já, ég hlakka til að sjá það í sumar!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: