Marianne Faithfull

Á þriðjudag reyndi ég að slökkva á skoðanavélinni. Mér tókst að lækka smá í henni og klára þýðingu sem þurfti að senda til yfirlestrar hið fyrsta. Svo náði ég hálftíma í sólbaði úti í garðinum, áður en ég rauk í tónlistarskóla- og fimleikaþeyting þriðjudaganna.
Eftir að því stússi lauk, skellti ég á mig varalit og rauk í metró niður í bæ, á stefnumót við eiginmanninn og Marianne sjálfa Faithfull. Hún var með tónleika í Théâtre du Châtelet og svo heppilega vildi til að við höfðum fjárfest í miðum.
Ég var hikandi þegar maðurinn minn stakk upp á þessu, en smá gúggl leiddi mig inn á góða dóma um tónleikahald hennar á síðustu árum, svo ég ákvað að slá til. Og ég hef verið í skýjunum alla vikuna. Marianne Faithfull hefur alltaf verið í uppáhaldi, en á tónleikunum í gær upplifði ég tilfinningar sem ég bara vissi ekki að væru að brjótast um þarna inni í mér. Ég grét oft, stundum af geðshræringu, stundum úr hlátri. Því Marianne Faithfull hefur frábæran húmor og beitti honum óhikað á milli þess sem hún söng ný og gömul lög. Hún gerði grín að aldri sínum, frönskukunnáttu sinni og fleiru. Mig langar til að verða eins og Marianna Faithfull þegar ég verð sextug. Ekki læt ég mig dreyma um að vera söngkona sem getur staðið á sviði og raðað upp lögum sem frægir tónlistarmenn hafa samið fyrir hana, eflaust allir meira og minna ástfangnir af henni. Ég vil bara vera svona ánægð með mig og mitt og hress og kát. Takk.

Lifið í friði.

7 Responses to “Marianne Faithfull”


 1. 3 Harpa Jónsdóttir 26 Mar, 2011 kl. 4:54 e.h.

  Marianne Faithfull er alvöru.

 2. 4 parisardaman 26 Mar, 2011 kl. 7:59 e.h.

  Já, það er hún sko sannarlega. Ég er alltaf hálfhrædd við að sjá eldri og heldri stjörnur á sviði, mér finnst svo agalegt þegar fólk er að pína sig áfram án þess að hafa nokkuð í það lengur. En MF hefur þetta allt!

 3. 5 hildigunnur 27 Mar, 2011 kl. 12:21 f.h.

  awww – frábær upplifun!

 4. 6 Þórdís 30 Mar, 2011 kl. 5:42 e.h.

  Eruð þið búin að lesa ævisögu MF? Hún er rosaleg. Það er slatti á Wikipedia-síðunni um hana. Sú hefur lifað tímana tvenna og ótrúlegt að hún sé ekki löngu dauð.

 5. 7 parisardaman 31 Mar, 2011 kl. 8:06 f.h.

  Já, ég hef nú eitthvað haft veður af sögu hennar, er til einhver góð alvöru ævisaga?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: