Trouvailles – I

Ég er góður hirðir. Ég hirði alls konar dót hjá fólki þegar það tekur til hjá sér og vill losa sig við alls konar óþarfa. Ég hirði líka alls konar dót af götunni, en í Frakklandi eru skýrar reglur um það hvaða daga má setja dót út á gangstétt í hvaða hverfi, sem er svo hirt af hreinsunardeildinni daginn eftir, ef enginn annar hefur séð notagildi í því.
Dagana sem setja má dótið út hér í Copavogure, á ég það til að taka aukakróka á bílnum á leið úr tónlistarskólanum, svona til að athuga hvort einhvers staðar bíði mín góður stóll, skemmtilegur skápur eða annað sem ég gæti fundið stað heima hjá mér. Nú er svo komið að íbúðin mín er eiginlega orðin yfirfull og ég hef því sett í gang ópereisjón losun um leið og ég er farin að afþakka dót og jafnvel ganga framhjá dóti án þess að þykjast sjá það úti á götu eða á flóamörkuðum. Mér finnst dót sem hefur lifað öðru lífi alltaf meira spennandi en nýtt dót sem mér er gefið.
Nokkrir vina minna hafa sett upp sérstök dótablogg, sem eru mjög skemmtileg og mæli ég eindregið með að fólk bæti þeim á leslistann sinn. Antík og alls konar, Gamalt dót, Gamla daga og Á rúi og stúi. Ég ætla ekki að setja upp sérstakt dótablogg, en hins vegar ætla ég að tutla hingað inn reglulega einhverju af dótinu mínu í von um að það gleðji lesendur. Ég ætla að kalla þetta Trouvailles, en það er nákvæmlega orðið yfir fundið dót, findings á ensku.
Fyrsta dótið er þessi fádæma fallega svunta. Hún kemur úr dánarbúi móðurömmu mannsins míns. Eða kannski móðurafans, ég rugla því tvennu dálítið saman í huganum, þar sem ég kynntist þessu fólki aldrei og fór ekki beint sjálf í gegnum dótið. Afinn dó um það leyti sem við vorum að kynnast og ég kom að vísu inn á heimili hans að honum látnum og benti á það sem ég hafði trú á að við gætum nýtt. Amman lá lengi á sjúkrastofnun og þekkti engan, og ég fór aldrei að heimsækja hana, hún var dálítið langt frá París og tengdamamma vildi einhvern veginn aldrei „leggja það á mig“, held ég núna. Fjölskyldubönd í Frakklandi eru dálítið ólík því sem a.m.k. ég á að venjast úr minni fjölskyldu.
Ég held mikið upp á þessa svuntu og það verður að teljast frétt að þegar ég ákvað að taka mynd af henni, dró ég fram strauboltann og brettið. Það gerist mjög sjaldan.

Lifið í friði.

11 Responses to “Trouvailles – I”


 1. 1 baun 29 Mar, 2011 kl. 8:16 f.h.

  Falleg er hún.

  Ég set stórt læk á dótablogg frá þér, jafnvel þótt það komi bara ein og ein færsla inn á milli.

 2. 2 parisardaman 29 Mar, 2011 kl. 8:22 f.h.

  Mér datt í hug að fletta trouvailles upp á snara.is, og líst ljómandi vel á þýðingarnar sem mér komu alls ekki í hug: (happa)fengur, hvalreki.

 3. 3 baun 29 Mar, 2011 kl. 8:43 f.h.

  Jamm. Ef ég blogga um fleiri postulínshunda mun ég kalla þá hvalreka.

 4. 4 parisardaman 29 Mar, 2011 kl. 8:47 f.h.

  🙂

 5. 5 ella 29 Mar, 2011 kl. 8:48 f.h.

  Mér líst svo vel á þessa hefð að setja út á götu í von um að aðrir geti notað. Í æfisögu Guðmundu Elíasdóttur kemur til dæmis fram að þannig fékk hún flygil þegar hún kom til New York í söngnám.
  Nú verð ég að finna út hvort ég eigi að setja tengil á þetta blogg á gamladagabloggið mitt þar sem eru bara dótablogg á Íslensku og hvunndagsbloggið mitt.

 6. 7 parisardaman 29 Mar, 2011 kl. 9:20 f.h.

  Ella, þetta verður eflaust ekki venjulegt dótablogg, svo líklega passar ekkert að setja tengilinn þar. Ég sé fyrirsögn framtíðarinnar: Postulínshval rak á fjörur Baunar.

 7. 8 Harpa Jónsdóttir 29 Mar, 2011 kl. 10:57 f.h.

  Dásamleg svunta alveg.
  Mikið vildi ég að þessi hefð með að setja hluti út á götu tíðkaðist hér. Fólk er alltaf að henda fínu dóti – um daginn frétti ég til dæmis að gömlum skólamyndum – þessum þykku stóru flottu með blómum og landakortum og allskonar – var hent eins og hverju öðru drasli!

 8. 9 ella 29 Mar, 2011 kl. 12:09 e.h.

  Og svo eru sorpbrennslurnar alla lifandi að drepa!!

 9. 10 Eyja 29 Mar, 2011 kl. 11:35 e.h.

  Beta, ef hval rekur á fjörur þínar, ætlarðu þá að kalla það postulínshund?

 10. 11 baun 30 Mar, 2011 kl. 8:23 f.h.

  Góð spurning. Já.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: