þakklæti

Ég þakka öllum þeim sem sáu myndina af straujuðu svuntunni í síðustu færslu, fyrir að hlífa mér athugasemdum við því hve illa hafði tekist til.
Börnin mín hafa alltaf brillerað á þroskaprófum hjá læknum, utan einu sinni, þegar dóttir mín stóð á gati yfir mynd af konu að strauja. Ég þurfti að játa fyrir lækninum að hún hefði aldrei séð þessa athöfn framkvæmda og læknirinn baðst afsökunar á því hvað prófið væri gamaldags.

Ég hef verið að horfa í kringum mig, í leit að næsta hlut sem á skilið að fá færslu um sig. Það er af nógu að taka, en enginn hlutur hefur beinlínis kallað eftir því að fá umfjöllun um sig enn. Einhver feimni í þeim kannski. Sonur minn er hins vegar farinn að spyrja að því við næstum hverja myndatöku, hvort myndirnar fari ekki örugglega á netið. Það finnst mömmunni pínu krípí.

Lifið í friði.

10 Responses to “þakklæti”


 1. 1 Harpa Jónsdóttir 31 Mar, 2011 kl. 10:21 f.h.

  Nútímabörn!
  Þetta eldist af honum. Heimasætunni er ekki sama lengur hvaða myndir eru birtar af henni og ég má yfirleitt ekki birta myndir af drengnum lengur.
  Mér fannst bara betra að svuntan var ekki stífstraujuð – svona eru hlutirnir í alvörunni, ekki alltaf fullkomnir.

 2. 2 parisardaman 31 Mar, 2011 kl. 10:27 f.h.

  Jújú, narcissisminn rjátlast af þeim. Ég kann ekkert á straujun og á því erfitt með að vita hvenær er stífstraujað og hvenær ekki.

 3. 3 hildigunnur 31 Mar, 2011 kl. 11:04 f.h.

  hahaha, ég strauja líka svona tvisvar á ári og fannst svuntan bara fín!

  Finnur gataði einu sinni á svona prófi, þá skildi hann ekki eitt orð, man því miður ekki hvaða orð það var en það var yfir fyrirbæri sem við notum alltaf annað orð yfir hér heima. Fannst fræðingurinn sem lét hann taka prófið ekki alveg taka mark á þeirri útskýringu mömmunnar…

 4. 4 Hulda H. 31 Mar, 2011 kl. 11:17 f.h.

  Í mínum bekk færðu fyrstu einkunn fyrir strauja-svuntu verkefnið, í niðurstöðu dómnefndar sagði m.a.: svuntan var hvorki krumpuð né slétt og þannig náðist viss óræðni og jafnvel dulúð sem sjálfur da Vinci hefði verið fullsæmdur af 😉

 5. 5 parisardaman 31 Mar, 2011 kl. 1:05 e.h.

  Haha! Takk fyrir það!

 6. 6 parisardaman 31 Mar, 2011 kl. 1:06 e.h.

  Og Hildigunnur: Anal sérfræðingur þar á ferð, thíhí.

 7. 7 krummi 31 Mar, 2011 kl. 9:18 e.h.

  ég var að hugsa um að skrifa eitthvað en hélt aftur af mér … vil ekki vera nastí.

 8. 8 baun 31 Mar, 2011 kl. 9:40 e.h.

  Iss, svuntan var sallafín, vertu ekki með þessa uppgerðarhógværð.

  Ég má ekki minnast á syni mína á blogginu, sérstaklega á það nú við þann yngri. Mörg ár síðan ég hætti að mega birta myndir af honum. Mögulega gæti því þörf fyrir að birtast á bloggi móður sinnar elst af K.

 9. 9 parisardaman 31 Mar, 2011 kl. 10:14 e.h.

  Ég er mjög þakklát GH. Jamm, þetta eldist líklega af þeim, ef þau verða ekki athyglishxxxr eins og mamman;)

 10. 10 Eva 4 Apr, 2011 kl. 6:34 e.h.

  Það er nefnilega þessi undarlegi sjarmi við gamla hluti. Manni þætti þessi stíll ekki flottur ef hann væri að koma fram í dag en af því að þetta er gamalt þá bráðnar maður alveg. Líklega nostalgía já.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: