trouvailles II

Þessi handþurrka hefur verið í minni eigu um árabil. Líkt og með svuntuna, er ég engan veginn viss hvaðan hún kemur. Hún gæti jafnvel komið úr búi ömmu minnar Kristínar, ef hún er ekki frá öðru hvoru þeirra móðurforeldra mannsins míns. Í raun finnst mér þessi teiknistíll sem ég kann ekki að nefna, ekkert sérstaklega fallegur, en hann heillar mig þó fyrir það hvað hann er gamaldags, eiginlega úreltur. Hann minnir mig á Siggu Viggu, sem ég átti í ástar-haturssambandi við alla mína barnæsku. Stundum svo fyndin, en stundum svo vúlgar.
Handþurrkan var straujuð við sama tækifæri og svuntan. Það skal upplýst að ég straujaði einnig gamlan smekk, bróderaðan og fínan, sem verður kannski sýndur næst. Eða ekki.

Lifið í friði.

8 Responses to “trouvailles II”


 1. 1 ella 4 Apr, 2011 kl. 10:23 f.h.

  Það er eitthvað mikið við þetta. Ég horfi til dæmis alltaf á fötin með tilliti til gamalla tíma. Sjáið þið ekki fyrir ykkur að við skellum okkur á háa hæla áður en við tökum til við uppþvott og barnauppeldi? Og gleymum alls ekki að setja kappann á höfuðið!

 2. 2 Harpa Jónsdóttir 4 Apr, 2011 kl. 10:54 f.h.

  Hún er æði finnst mér. Og svo vel straujuð ;-)!

 3. 3 hildigunnur 4 Apr, 2011 kl. 2:18 e.h.

  hmm, það liggur við að maður fari að smitast af munablogginu…

 4. 5 baun 4 Apr, 2011 kl. 9:23 e.h.

  Mér finnst þetta voða fifties-legt. Í þá daga voru húsmæður ætíð léttar í lund og vel til hafðar, enda nutu þær þess að þekkja sinn stað í lífinu.

 5. 6 ella 5 Apr, 2011 kl. 6:55 f.h.

  Vitum við hversu vel til hafðar þær voru? Þær kannski létu ekki nappa sig á mynd öðruvísi – sumar þeirra. Vildi þeim til að þá var ekki verið að eyða filmum í tíma og ótíma 🙂
  Jess Hildigunnur!

 6. 7 Guðlaug Hestnes 5 Apr, 2011 kl. 12:22 e.h.

  Mér finnst þetta dásamlega elegant og gamaldags. Sýndu okkur fleira.

 7. 8 Kristín í París 7 Apr, 2011 kl. 7:29 f.h.

  Ég held að það sé mjög nýtt að fólk sjái almennt myndir af fólki ótilhöfðu og „venjulegu“ (ætla nú ekki út í þá heimspekilegu umræðu um hvað sé í raun venjulegt).
  Og jájá, ég mun halda áfram. Nú er hrikalegri vinnutörn að ljúka og ég get farið að einbeita mér að þýðingunni á ný, sem þýðir að ég hangi líka á netinu til hvíldar.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: