mok

Ég veit ekki hvort það er sprellikarlinn eða eitthvað annað sem blokkerar mig. Ég er búin að skrifa alls konar hugsanir hingað inn undanfarna daga, en þær hafa alltaf verið þurrkaðar út, óbirtar.
Ég er á fullu í glímu við skáldsögu annars manns. Það er bæði skemmtilegt og erfitt. Eins og lífið sjálft. (Afsakið klisjuna, en bara … æ, ég má það alveg samt!) Langoftast er erfiðið fólgið í einhverju óáþreifanlegu sem ég get í raun ekki spurt neinn um. En stundum birtist orð sem ég stari á og hef ekki hugmynd um hvað er. Þá hefst gúgglvinna. Ég fræddist t.d. um celadon á dögunum. (Nú ætla ég að láta ykkur eftir að gúggla sjálf og fræðast, ef þið hafið áhuga). Ég er reyndar ekki búin að leysa það með sjálfri mér hvernig ég skrifa celadonið inn í íslenskuna, en það kemur í ljós. Seinna. Kannski spyr ég blogglesendur álits, þegar ég er komin með nokkrar hugmyndir á blað.

Dagarnir eru mjög misjafnir hjá mér. Stundum hendist ég áfram í gegnum blaðsíðurnar, aðra daga sit ég mest og stari. Ég held að það sé mjög eðlilegt. Ég sagði leiðbeinandanum að ég tæki á þessu eins og ég væri að grafa allt of stóran skurð. Hún sagði mér að það væri rétti vinkillinn. Best að fara að koma sér í mok-gírinn. Hvar setti ég nú skófluna?

Lifið í friði.

7 Responses to “mok”


 1. 1 Eva Hauksdottir 3 Maí, 2011 kl. 8:37 f.h.

  Gangi þér vel. Ég hef alveg sömu reynslu af fræði- og textavinnu, það er útilokað að vinna jafnt og þétt nema þá á lokasprettinum þegar á bara eftir að fínisera.

  Annars finnst mér ég skrifa betur eftir því sem ég fæ mér oftar rauðvínsglas á kvöldin (ekki mörg í einu samt) en það er nottulega óábyrgt að ráðleggja fólki að leggjast í dagdrykkju svo ég get ekki mælt með því fyrir aðra.

 2. 2 parisardaman 3 Maí, 2011 kl. 8:53 f.h.

  Ég þrífst á því að fá svona ráð! 🙂

 3. 3 hildigunnur 3 Maí, 2011 kl. 9:07 f.h.

  Sama hér, með tónsmíðarnar, ég get alls alls ekki sest niður á hverjum morgni og ákveðið að semja frá níu til tólf!

 4. 5 parisardaman 3 Maí, 2011 kl. 9:34 f.h.

  Já, Hildigunnur, því skal ég trúa!
  Celadon er mjög fallegt, og héðan í frá mun ég hafa augun opin, þegar ég fer að komast á flóamarkaði vorsins.

 5. 6 krummi 4 Maí, 2011 kl. 10:55 e.h.

  celadon = mosagrænt

 6. 7 parisardaman 5 Maí, 2011 kl. 8:03 f.h.

  Já, þú segir nokkuð Krummi. Því síðar í bókinni missir höfundur sig í græna litaskýringu, og notar celadon þar sem litinn, ekki postulínið. Nú þarf ég að melta þetta með mér, takk.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: