Páll Magnússon þarfnast mín

Það má nú teljast deginum ljósara að Páll Magnússon ætti að ráða mig til þess að skrifa fyrir sig bréfin. Ég vann í þó nokkurn tíma á skrifstofu símaskrár, einhvern tímann fyrir aldamót. Ég held að ég muni það rétt að mánaðarlaunin mín hafi verið innan við 90.000 krónur. Ég man mjög greinilega hvað ég fékk stóran kökk í hálsinn eftir hrikalega mánuðinn rétt fyrir útkomu símaskrár, þegar ég hafði unnið yfirvinnu alla daga og um helgar líka, og fékk 113.000 krónur útborgaðar. Ég lifði hrikalega spart á þessum tíma, en náði varla endum saman, nema af því ég tróð mér í mat hjá mömmu og pabba marga daga í viku. Ég gekk langoftast í vinnuna, en tók strætó ef það var illviðri.
Næstum því daglega lenti ég í því að hlusta á fólk ausa yfir mig skömmum. Ég væri á launum frá því, ég væri eins og allir opinberir starfsmenn, fáviti, letingi, afæta og áreiðanlega ýmislegt annað með. Ég tók því oft alveg hrikalega illa, fann hvernig hjartað í mér súkkaði saman, hvernig svartir blettir mynduðust í höfðinu á mér. En ég lét fólkið aldrei finna það, ég sýndi alltaf stillingu og lofaði að finna út úr þessu. Langofast fann ég undirritaða plaggið frá viðkomandi fólki, þar sem það bað um nákvæmlega þetta sem það ásakaði okkur um að hafa gert alveg sjálf – algengast var það að fyrrverandi sambýlisfólk var enn skráð með númerið í símaskrá, fólkið hafði í sæluvímu skráð nýja kærastann/kærustuna á númerið, en gleymdi svo alveg í ástarsorginni að biðja um útstrikun og trúði því einhvern veginn að við hefðum bara sett nafnið inn sjálf. Á þessum tíma var þess krafist að allt væri gert skriflega, og það kom sér mjög oft vel.
Já, við þurftum endalaust að þola það að það væri talað niður til okkar, gert grín að okkur og við gagnrýnd í tætlur. Útkoma símaskrárinnar var enginn smá atburður á Íslandi, hver einasti þegn hljóp út að ná í skrána og fletti sjálfum sér upp. Nógu margir voru það lélegir í stafrófinu að allar línur glóðu fyrstu dagana, og 99 prósent símtalanna enduðu á því að maður sagði fólkinu blaðsíðutalið og línunúmerið og allir voru glaðir. Og aldrei vorum við dónaleg við fólk. Allir lentu einhvern tímann í því að gefast upp undan hroðanum sem barst í gegnum tólið, og skelltu á. En það gerðist sjaldan.
Þegar maður gegnir ábyrgðarstöðu og fær laun í samræmi við það, er lágmarkið að kunna sig. Páll Magnússon bara verður að fara á reiðistjórnunarnámskeið, eða gera það sem ég sagði honum fyrir löngu síðan: Fá sér ritara. Mig.

Lifið í friði.

9 Responses to “Páll Magnússon þarfnast mín”


 1. 1 Bryn 7 Maí, 2011 kl. 9:03 e.h.

  Tihíhí,
  Af fenginni reynslu, þá er ekki það skemmtilegasta að vera PA einhvers megalóneiníaks. En er þó viss um að þú myndir valda starfinu!!

 2. 2 Bryn 7 Maí, 2011 kl. 9:05 e.h.

  átti að vera „megalóMeiníak“

 3. 3 Harpa Jónsdóttir 8 Maí, 2011 kl. 12:31 f.h.

  Ritara/PA? Neihei. Sérlegan bréfa- og ræðuhöfund á mjög góðum launum. Þig, að sjálfsögðu.

 4. 4 hildigunnur 8 Maí, 2011 kl. 2:10 f.h.

  Tek undir með Hörpu hér! Ritara? þvuh!

 5. 5 parisardaman 8 Maí, 2011 kl. 7:09 f.h.

  Já, ég átti náttúrurlega við ritari í merkingunni sendiráðsfulltrúi:) Sbr. aðalritari kommúnistaflokksins og ritarar í sendiráðum. Ég hef engan áhuga á að taka líka símann fyrir Pál Magnússon. En grínlaust, þá vorkenni ég honum alveg hrikalega, það er ekki nokkurra launa virði að fara á límingunum í vinnunni.

 6. 6 baun 8 Maí, 2011 kl. 10:48 f.h.

  Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, ef þú spyrð mig um ritarastarf sem kemst nálægt því að vera þér samboðið.

 7. 7 parisardaman 9 Maí, 2011 kl. 7:26 f.h.

  🙂

 8. 8 Glúmur 13 Maí, 2011 kl. 12:52 f.h.

  Sat jafn stjarfur yfir pistlunum um Pál eins og amman hefði verið yfir kóngafólkinu!
  Hefði reyndar átt von á að Íslendingur í Franz kallaði radísur fremur hreðkur en radísur – þ.e., ef grunur minn er réttur um að radísunafnið sé á frönsku notað um rætur plantna yfirleitt??

 9. 9 parisardaman 13 Maí, 2011 kl. 8:14 f.h.

  Nei, radísur eru radis á frönsku, borið fram radí. Þess vegna er mér mun tamara að segja radísur. Já, PM þarf að taka sig á, eða ráða mig:)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: