börn og svið

Sólrún er á öðru ári í gítarnámi og spilaði um daginn á tónleikum. Í fyrra hætti hún við á síðustu stundu en núna var hún búin að sjá hvernig þetta fer fram og þó hún væri með dálítinn sviðsskrekk var tilhlökkunin sterkari hræðslunni. Hún kom fram með reisn, horfði út í salinn og brosti og spilaði lagið óaðfinnanlega.

Við leikum okkur mikið að því að skoða gömul tónlistarmyndbönd á youtube. Um daginn uppgötvuðu krakkarnir The Jackson Five og áttuðu sig á því að börn geta líka verið stjörnur á sviði. Þetta vakti með þeim þrá. Ég verð að játa að mig langar síst af öllu að vera mamma barnastjörnu svo mín fyrstu viðbrögð voru bæla þetta niður í þeim, telja þeim trú um að þetta væri ekki þess virði.
Ég sló síðan spurningu um þetta fram á feisbúkk, og langflestir segja að ég eigi að leyfa þeim að lifa eftir draumum sínum. Málið er, að þeirra heimur er einfaldur og þægilegur og ég er alls ekki viss um að ég vilji henda þeim út í eitthvað hark og vesen, mér finnst þetta nógu erfitt nú þegar. Og ekki er það eins og þau æði í að æfa sig á hljóðfærin, ég þarf nú yfirleitt að hafa dálítið fyrir því að fá þau til að sitja við, ef þau lenda á erfiðum lögum.
Hins vegar sé ég alveg hvað þeim finnst báðum gaman að koma fram, þau píndu kvöldverðargesti á dögunum á tónleika (ég lofaði sjálfri mér strax í byrjun, að ég myndi ekki láta gestina mína sitja undir misgóðum sýningum barnanna minna og hef hingað til staðið ágætlega við það). Hluti gestanna var tónlistarfólk, og öll eru þau ung og barnlaus, ein með barn í maganum, svo þetta var allt í lagi, þeim fannst held ég bara gaman.

Ég er eiginlega búin að ákveða að taka einhvers konar jóga-búdda-tækni á þetta: go with the flow. Ekki gera neitt í því að koma þeim á svið, ekki draga úr þeim ef þau fá tækifæri til að komast á svið. Aðalfrasi bókarinnar sem ég er að þýða er: C’est en ne cherchant pas que tu trouveras. Þetta er á góðri leið að verða mottóið mitt, mantran mín. Enda ágætis mantra: Þú finnur þegar þú hættir að leita.

Lifið í friði.

14 Responses to “börn og svið”


 1. 1 ella 23 Maí, 2011 kl. 9:23 f.h.

  Ég veit ekki um neinn sem ekki hefur gaman af að heyra börn halda „tónleika“

 2. 2 parisardaman 23 Maí, 2011 kl. 10:29 f.h.

  Er þetta sumsé bara einhver spéhræðsla í mér eða er ég kaldlynd? Mér finnst nefnilega ekkert alltaf gaman að horfa á annarra manna krakka performera …

 3. 3 parisardaman 23 Maí, 2011 kl. 10:30 f.h.

  En mér fannst frábærlega gaman að sjá Sólrúnu á tónleikunum, sem og Kára sem söng með kórnum sínum á dögunum líka.

 4. 4 parisardaman 23 Maí, 2011 kl. 10:30 f.h.

  Já, og reyndar fannst mér gaman að sjá alla krakkana þar:)

 5. 5 hildigunnur 23 Maí, 2011 kl. 1:27 e.h.

  Langflestum finnst gaman að sjá börn spila og syngja, eina sem maður þarf að passa sig á í boðinu er að þau séu ekki of lengi – þekki eina sem gæti haldið uppi fjörinu í marga klukkutíma ef maður leyfði…

 6. 6 hildigunnur 23 Maí, 2011 kl. 1:28 e.h.

  (verð samt að viðurkenna að ég græt það ekki að krakkarnir mínir eru nú vaxin upp úr yngstu Suzukideildinni, er búin að heyra varíatíónir af Kópavogur hopp stopp til að endast mér ævina)

 7. 7 parisardaman 23 Maí, 2011 kl. 2:40 e.h.

  🙂 Nú er ég allt í einu komin með móral yfir þessu bloggi, kannski les einhver vinur minn sem hefur látið barnið sitt sýna sig og verður sár? Ég er alls ekki að meina þetta illa, meira að spá í eigin spéhræðslu.
  Mér finnst ÆÐI að fá alvöru spil frá stærri krökkum sem kunna almennileg verk. Og líka frá þeim litlu þegar þau kunna. Sólrún og Kári eru dálítið í tilraunastarfsemi og svona, það er ekki eins skemmtilegt. Þau eru dásamleg þegar þau taka stykki sem þau kunna vel.

 8. 8 ella 24 Maí, 2011 kl. 5:43 e.h.

  🙂 Mín athugasemd var ekki gerð til að gagnrýna þína skoðun heldur að segja að það væri ekkert víst að þú værir að hrella gesti þína mikið með því að leifa krökkunum að spreyta sig. Ég er reyndar líka sammála Hildigunni með að vera ekki of lengi.

 9. 9 parisardaman 24 Maí, 2011 kl. 7:39 e.h.

  Neinei, ég tók því alls ekki þannig, frekar sem hughreystingu. Já, aðalmálið er að þetta sé ekki of langt, og helst ekki mjög neyðarlega lélegt:)

 10. 10 vinur 27 Maí, 2011 kl. 1:29 f.h.

  Ekki of lengi já, en það er fátt eins fallegt og að heyra það sem þau hafa fram að færa með sína getu. Lítil stelpa með lítið lag og gerir vel. Bravó. Kær kveðja, Guðlaug Hestnes

 11. 11 Kristín í París 27 Maí, 2011 kl. 8:20 f.h.

  Takk, takk, Guðlaug!

 12. 12 Harpa Jónsdóttir 30 Maí, 2011 kl. 12:05 e.h.

  Mamma barnastjörnu já. Þetta er held ég jafnvægisgangur á milli þess að vernda börnin og leyfa þeim að þroska og njóta þeirra hæfileika sem þau hafa.

 13. 13 parisardaman 30 Maí, 2011 kl. 1:20 e.h.

  Ég geri mér grein fyrir því að það er ólíklegt að þau yrðu stjörnur þó ég leyfði þeim að mæta í leikprufur eða annað þvíumlíkt:) En mig langar bara ekki neitt til að þau verði fræg, dæmin sýna að jafnvel fullorðið fólk á erfitt með að tækla það. Þess vegna vil ég helst ekki taka áhættuna. En að þroska hæfileikana, jáh, það mega þau sannarlega gera og mér finnst þau gera það með því að vera í tónlistarskólanum og með þessa fínu leiklistarkennslu í skólanum sínum.

 14. 14 Frú Sigurbjörg 7 Jún, 2011 kl. 1:14 f.h.

  Ég verð að taka undir með þér Parísardama að ég hef ekki alltaf gaman af að horfa á börn annara performera. Tel mig ekki spéhrædda svo ég hlýt að vera kaldlynd.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: