frunsan

Um helgina, um leið og ég fór að slaka á, braust risastór frunsa út á neðri vörinni. Hún nær yfir u.þ.b. fjórðung hökunnar og mér finnst ég vera afskræmd í framan. Það get’ekk’allir fótósjoppað sig bara sisona hversdags. Þegar maður er afskræmdur í framan, langar mann mest að láta sem minnst fyrir sér fara og hitta sem fæsta.
Ég fékk góða vinkonu í heimsókn á mánudag, sem gisti eina nótt. Svo hitti ég túristahóp á miðvikudeginum og gekk með þau um Mýrina. Þau sögðu ekki orð yfir frunsunni, en ég var ofurmeðvituð um hana allan tímann. Á fimmtudaginn þurfti ég að hnippa í eina af mömmunum, eina af þessum sem lítur alltaf óaðfinnanlega út, á svaka skóm, glansandi svart hárið í flottri sveiflu, skartgripir og gloss á sínum stað. Frunsan var þá orðin svona fiftí fiftí græn og blóðrauð. Ég var eitthvað að flýta mér og frussaði aðeins á hana þegar ég hóf upp raust mína. Hún er samt svo kurteis að hún lét í alvöru eins og ekkert væri og Kára er enn boðið í afmæli sonar hennar.
Á fimmtudagskvöldið voru svo tónleikar kórsins hennar Sólrúnar, þar sem m.a. voru tekin lögin Attíkattínóa og Krummi svaf í klettagjá. Ég hafði verið eitthvað á hlaupum þann daginn og var frekar sjúskuð, en ákvað að það væri nú allt í lagi, ekki eins og ég væri á leið á sviðið. Það var ekki nóg með að nafn mitt væri ritað á prógrammið, heldur var ég pínd til að standa upp og láta klappa fyrir mér. Mig langaði mest til að hverfa ofan í jörðina, í þúsundasta skipti á einni viku. Í kvöld er ég svo að fara á tónleika með þessari hljómsveit, vona innilega að það verði mikið myrkur í áhorfendasalnum. Á morgun er ég svo með kvöldverðarboð, í staðinn fyrir að mega bara poppa og horfa á einhverja ógeðslega lélega vídeómynd og vorkenna mér dálítið fyrir hvað það er erfitt að vera ég.

Ég er þó ekki frá því að Sáragaldurinn frá Villimey sé að virka vel á sárið núna, betur en apótekarafrunsukremið, sem ég náttúrulega gat ekki sett á um helgina, þegar mest þurfti á því að halda. Það þarf að kæfa frunsuskratta í fæðingu.

Og á hlaupunum í gær gleymdi ég vitanlega myndavélinni heima svo ég er ekki með upptöku af frönskum barnakór að syngja íslenskt lag í fimmund. En önnur mamma tók þetta upp og ætlar að senda mér afrit. Bíð spennt eftir því. Ég játa að á þessum tónleikum féllu tár yfir hverjum einasta flytjanda. Auk kórsins var lítill unglingastelpukór og svo fjórar ungar verðandi óperusöngkonur sem tóku aríur fyrir okkur. Tvær þeirra voru á skalanum gæsahúð OG tár.

Lifið í friði.

8 Responses to “frunsan”


  1. 1 hildigunnur 10 Jún, 2011 kl. 2:10 e.h.

    samúð – en hlakka til að heyra fimmundasönginn!

  2. 2 parisardaman 10 Jún, 2011 kl. 2:20 e.h.

    Það verður að athuga að þau eru bara 9 ára, og ekki valin í kór, heldur skyldug til að vera í honum meðan þau geta ekki tekið þátt í hljómsveitaspileríi með eldri nemum.

  3. 3 Harpa Jónsdóttir 10 Jún, 2011 kl. 3:24 e.h.

    Æ – frunsur eru bara ömurlegar.
    Hlakka til að heyra í kórnum!

  4. 4 ella 10 Jún, 2011 kl. 6:49 e.h.

    Leiðinda skreyting. Skánar ekkert við að fjölga litunum.

  5. 5 hildigunnur 11 Jún, 2011 kl. 10:53 f.h.

    haha, reiknaði nú ekki með heimsklassaflutningi en það er alltaf gaman að sjá litla krakka músísera.

  6. 6 gulla 13 Jún, 2011 kl. 10:06 f.h.

    átt alla mína frunsusamúð.

  7. 7 Glúmur 16 Jún, 2011 kl. 11:54 e.h.

    “ Kára er enn boðið í afmæli sonar hennar.“!
    Þarna var ekki hægt að bæla lengur niður í sér hláturinn.
    Takk, takk!

  8. 8 Linda 24 Jún, 2011 kl. 1:34 e.h.

    Hef ekki enn fengið frunsu á ævinni en ef ég hef séð eitthvað sem líkist byrjun á frunsu þá hef ég klínt tannkremi á roðann. Hvort sem það virkar eða ekki þá mæli ég með því að prufa það 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




Nýlegar athugasemdir

parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó
Elín Kjartansdóttir um rafmögnuð kona
juliann um agnetha

%d bloggurum líkar þetta: