Gunnar Hrafn

Á fimmtudaginn fyrir viku fékk ég sama símtal og margir vina minna, með fréttinni um drukknun Gunnars Hrafns. Ef ég man rétt, voru fyrstu vibrögð mín á þá leið að þetta minnti mann alla vega á að fara vel með lífið, því maður getur aldrei vitað hvenær því lýkur. Síðan þá hefur hin og þessi klisjan komið upp í hugann á milli blótsyrðanna því í raun langar mig bara að öskra yfir því óréttlæti að þessi kæri vinur hafi verið tekinn svona í burtu frá okkur öllum, fyrirvaralaust.
Því Gunnar Hrafn var svo sannarlega vinur minn, þó að ég hafi aldrei hitt hann í eigin persónu. Við áttum í netsamskiptum árum saman, hann var eðalbloggari, skrifaði skemmtilegar frásagnir af fjölskyldunni, nágrönnunum og lífinu í snjóþungum bæ í Norður Noregi. Hann fluttist þaðan til Svíþjóðar fyrir nokkru og fór meira yfir í að skrifa um áhugamál sín, varð sífellt beittari í skrifum sínum um femínisma og jafnrétti undir nafninu Sigurbjörn en veitti fagurkeranum í sér útrás með dótablogginu Á rúi og stúi, og á myndasíðunni. Hann hélt aðeins áfram með hversdagslífið á Silfurþræðinum, en það er samt svo táknrænt að síðasta færslan þar fjallar einmitt um jafnrétti og baráttumál sem hann hafði líklega ekki leitt til lykta.
Ég hitti aldrei Gunnar Hrafn, en ég kallaði hann samt bróður í athugasemd á þessu bloggi einhvern tímann. Því við vorum tengd einhverjum böndum og ég á alveg hrikalega erfitt með að sætta mig við brotthvarf hans úr lífi mínu. Ég spurði vinina á feisbúkk hvernig í ósköpunum við gætum haldið áfram. Svarið var að einmitt vegna þess að hann er farinn, verðum við hin einfaldlega að halda áfram. Því heimurinn þarf á fólki eins og honum að halda og kannski náði hann, með óbilandi hugrekki og þrautseigju að skilja eftir sig nógu sterkan neista til að kveikt verði bál.

Hvíl í friði, Gunnar Hrafn.

5 Responses to “Gunnar Hrafn”


 1. 1 ella 11 Ágú, 2011 kl. 8:03 e.h.

  Æhh, ég var ekki búin að kveikja á að þetta væri dótabloggarinn á Rúi og stúi.

 2. 2 baun 12 Ágú, 2011 kl. 12:19 f.h.

  Æ, já, Gunnars Hrafns er sárt saknað.

 3. 3 Arngrímur 12 Ágú, 2011 kl. 5:36 e.h.

  Mörg bloggin hans sem ég vissi aldrei af. Er ennþá til þetta upprunalega, frá því þau bjuggu í Noregi?

 4. 4 baun 12 Ágú, 2011 kl. 7:20 e.h.

  Nei, hann lokaði því, slóðin var sveinungi.blogspot.com (ef ég man rétt).

 5. 5 Arngrímur 14 Ágú, 2011 kl. 6:34 e.h.

  Svo það var hann. Velti oft fyrir mér á sínum tíma hver það væri. Mikið er nú tilveran skrýtin stundum.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: