Rannsóknin

Ég gleymi alveg að plögga sjálfa mig, ef mig skyldi kalla. En út er komin hjá Bjarti, skáldsagan Rannsóknin eftir Philippe Claudel, í þýðingu minni.

Kápan er svona fín:

Þetta er ekki glæpasaga, heldur meira svona pæling um nútímann og það hvernig við erum orðin hluti af einhvers konar maskínu og virðumst ekki geta (eða vilja?) snúa því við.

Smá brot úr bókinni:

„Jæja, þessi sjálfsmorð? Hve mörg, nákvæmlega?“
„23. En eitt af þeim er ekki öruggt. Það er ekki víst hvort manneskjan vildi binda endi á líf sitt eða hvort það var slys. Gas.“
„Stórtæk aðferð, gasið! Þú deyrð og tekur stundum fleiri með þér í ferðalagið. Varð sú raunin?“
„Nei, hann bjó einn í einbýlishúsi.“
„Það var leitt.“
„Ha?“
„Ekkert, gleymdu þessu.“

Mér skilst að bókin seljist ágætlega. Hér er búið að skrifa um hana, en ég veit ekki til þess að fjallað hafi verið um hana annars staðar.

Þessi þýðing var hluti af lokaverkefninu í meistaranáminu. Nú þarf ég bara að hrista fram 6000 orða rannsókn á þýðingaferlinu og þá er ég líklega búin með námið. Það er reyndar ekki alveg ljóst, en ég vona það besta.
Ég byrjaði í miðju góðærinu, haustið 2007, þó að það væri brjálað að gera hjá mér. Vinum mínum fannst ég biluð, en ég veit ekki hvernig hefði farið fyrir mér ef ég hefði ekki verið skráð í nám þegar hrunið svo varð. Það datt algerlega niður öll vinna hjá mér, mánuðum saman. Ég er ekki viss um að ég hefði þolað að sitja aðgerðarlaus heima hjá mér, bíðandi eftir tölvupóstum sem aldrei kæmu. (Sem minnir mig á að Beðið eftir Godot verður sýnt í Borgarleikhúsinu í vetur, sjá hér). Þetta verður núna fimmti veturinn, en fyrsta veturinn tók ég eingöngu BA-kúrsa í íslensku, til undirbúnings. Mastersnámið hefur tekið mig þrjá vetur, vonandi lýk ég á þessari önn. Þetta er gaman, ég mæli eindregið með þessu námi, sem hefur reyndar þróast töluvert meðan ég hef stundað það. Þýðingar eru vaxandi fag og eiga eftir að verða enn mikilvægari á næstu árum, hvort sem við endum í ESB eða ekki.
Og ég ætla á bókasafnið í dag, í tilraun til að berja saman svo sem eins og einni rannsóknaráætlun.

Lifið í friði.

7 Responses to “Rannsóknin”


 1. 1 Frú Sigurbjörg 13 Sep, 2011 kl. 9:24 f.h.

  Til hamingju með þessa góðu ákvörðun í miðju góðæri; nám borgar sig alltaf. Verð að fara að næla mér í eintak af bókinni þinni, og auðvitað verður hún aldrei neitt annað en bókin þín Kristín, þó þú hafir „bara“ þýtt hana.

 2. 2 ella 13 Sep, 2011 kl. 9:39 f.h.

  Dugleg stelpa, til hamingju.

 3. 3 tobbitenor 13 Sep, 2011 kl. 5:56 e.h.

  Til hamingju með bókina „þína“.

 4. 4 parisardaman 14 Sep, 2011 kl. 12:14 f.h.

  Takk, takk, öll!

 5. 5 Glúmur 15 Sep, 2011 kl. 2:43 e.h.

  „Ce n’est pas un roman policier, mais plus encore PÆLING le présent et comment nous sommes devenus une partie d’une sorte de machine et ne semblent pas pouvoir (ou sera?) Retournez-le.

  Une petite pause dans le livre:

  «Eh bien, ce suicide? Combien, exactement? “
  „23e Mais l’un d’eux n’est pas sûr. Il n’est pas certain que la personne aurait mis fin à sa vie ou si c’était un accident. Gaz. “
  „méthode de masse, le gaz! Vous mourrez et prendre un peu plus avec vous dans votre voyage. Etait-ce le cas? “
  „Non, il vivait seul dans un bungalow.“
  „Il a été le résultat.“
  „Quoi?“
  „Rien, de l’oublier.“

  Je comprends que le livre se vendra bien………“

  Er þremur árum fórnand í þetta þegar maður sem kann ekki orð í frönsku getur ýtt á skipun efst á síðunni þinni og fengið allt þýtt nema orðið PÆLING?!

 6. 6 loabjork 15 Sep, 2011 kl. 3:05 e.h.

  Til hamingju elsku Kristín, þú ert mögnuð. Nú þarf maður bara að fara að lesa bókina. Vonast lika til að hitta þig sem fyrst:)
  Kveðja frá Egilsstöðum
  Lóa

 7. 7 parisardaman 15 Sep, 2011 kl. 6:15 e.h.

  Glúmur, ef þú skildir útkomuna, værir þú ekki í vafa með að já, það er enn þörf á lifandi þýðendum, af holdi og blóði 🙂
  Takk Lóa og mikið óskaplega hlakka ég til að hitta þig!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: