litlir dropar

Tveimur mínútum áður en ég talaði við útvarpið í morgun, lagði ég í stæði sem var 4 sentimetrum lengra en bíllinn minn. Ég var dálítið svekkt yfir því að það kæmi ekki fram, og hefði náttúrulega helst viljað vera í sjónvarpinu. Ekki það, bíllinn var ekki alveg límdur upp við gangstéttarbrúnina eins og þegar lagningin er fullkomin, en þetta var meira en ásættanlegt. Mér finnst gaman að bakka í stæði.

Á hárgreiðslustofunni var ákveðið að setja Bee Gees á fóninn, en hárgreiðslukonan hafði keypt disk með þeim á einhverri brunaútsölu. Við sungum hástöfum og í lokin, þegar hún lét mig standa til að fínstilla klippinguna, dönsuðum við báðar. Klippingin hlýtur því að vera áhugaverð, en ég hef ekkert skoðað hana almennilega.

Á Alnetið er komin spennandi vefsíða með alls konar ofurfallegu dóti til sölu. Allir ættu að líta við hjá Dísu og Betu. Tilvaldar tækifærisgjafir eða sjálfsdekur. Ég reyni alltaf núorðið að fá notað það sem mig vantar til heimilisins og er þegar búin að festa mér fínu Erik Kold dollurnar þeirra. Ó, hvað ég hlakka til að fá þær.

En aðalviðfangsefni mitt þessa dagana er rannsóknaráætlun. Eins og er gengur hún … hægt. Samt líður þessi mánuður svo hratt. Það er alveg að koma 20. september! Var ekki 5. sept í gær?

Lifið í friði.

6 Responses to “litlir dropar”


 1. 1 baun 19 Sep, 2011 kl. 10:57 e.h.

  Sæt ertu:) Og mikið hrikalega öfunda ég þig af rýmisgreindinni.

 2. 2 hildigunnur 20 Sep, 2011 kl. 12:34 f.h.

  mér þykir líka klikkað gaman að bakka í stæði! Kraft í áætlunina!

 3. 3 Nafnlaust 20 Sep, 2011 kl. 7:34 f.h.

  Eða kannski í fyrradag?

 4. 5 Lilja Þorkelsdóttir 20 Sep, 2011 kl. 12:20 e.h.

  Fáum við myndir af nýju klippingunni og bílastæðinu?

 5. 6 parisardaman 22 Sep, 2011 kl. 6:50 f.h.

  Ég tók nú ekki myndir af stæðinu sem ég lagði í, en það er pottþétt góð hugmynd. Hárið er nú bara stutt og laggott, að vanda!
  Baun: Ég hef nefnilega enga rýmisgreind, að bakka í stæði er púra tæknikunnátta, vita hvar bíllinn á að vera, miðað við næsta bíl fyrir framan, þegar byrjað er að leggja á. Æfing, æfing og allta slurkur af heppni líka.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: