Klapp á bakið

Það var fjallað um Rannsóknina í Kiljunni. Ekkert þeirra hætti sér út í að reyna að greina hvað höfundurinn er að fara í endanum, Egill snýr sér fínlega út úr því með ágætis lýsingu á hughrifunum. Og mikið hlýnaði mér um hjartarætur við lokasetningu Páls, ahhh, hvað það er gott að fá smá klapp á bakið, það lá við að ég gleymdi harðsperrunum um stund …

Þetta skrifaði ég í lok maí, þegar ég var að skila í fyrsta skipti:

„Það verður kannski talað um mig í einni setningu í gagnrýninni, annað hvort verður þýðingin sögð „lipur“, eða „stirðbusaleg“. Ég óttast hrottalega að sjá „stirðbusaleg“ þó ég viti líka að ef stíllinn er furðulegur er það vegna þess að hann er það í frönskunni líka.“

Eftir það var tvisvar sinnum lesið yfir þýðinguna og mjög miklu breytt. Ég á þetta því alls ekki alveg ein. Það er oft talað um ósýnileika þýðandans sem óréttlæti. Hvað má þá segja um prófarkarlesarann? Sem, í mínu tilfelli þurfti að vera ansi harður á rauða pennanum. Ekki er nafnið hans prentað í bókina, ekki er minnst á góðan prófarkarlestur í Kiljunni. Á maður að senda honum súkkulaði eða eitthvað?

Annars langar mig rosalega að lesa hinar bækurnar tvær, sem fjallað var um, Ríkisfang: Ekkert eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur og Fásinna sem er þýdd af Hermanni Stefánssyni fyrir Bjart bókaforlag. Er jólabókaflóðið að byrja, eða hefur bókaútgáfa aðeins byrjað að teygja úr sér?

Lifið í friði.

8 Responses to “Klapp á bakið”


 1. 1 Gísli 22 Sep, 2011 kl. 8:36 f.h.

  Til hamingju, kæra Parísardama! Þú ert vel að hrósinu komin.

 2. 2 hildigunnur 22 Sep, 2011 kl. 8:40 f.h.

  til hamingju, glæsilegt 🙂

 3. 4 Eva 22 Sep, 2011 kl. 1:41 e.h.

  Til hamingju með þýðinguna. Ég er ekki farin að lesa hana enn svo ég ætla ekki að hrósa þér strax 🙂

  Ég hef einmitt líka hugsað út í þetta með ósýnileika prófarkarlesarans. Hann er kannski í svipaðri stöðu og rótari hljómsveitarinnar. Ómissandi og yrði svo sannarlega tekið eftir ef hann vantaði en fær sáralítið kredit.

 4. 5 ella 23 Sep, 2011 kl. 6:38 f.h.

  Gott hjá þér. Jú prófarkalestur er ósýnilegur ef hann er góður. Ég prófarkalas bók nánast óvart. Var í heimilishjálp hjá manni sem skrifaði bók um ævistarf sitt en ellin var farin að glepja svo að hann þurfti sárlega aðstoð og ég tók við og samræmdi og snurfusaði. Það var gaman en talsverð vinna.

 5. 6 parisardaman 23 Sep, 2011 kl. 9:53 f.h.

  Prófarkarlestur er þrælerfið vinna og algerlega í samræmi við það sem Eva segir, ómissandi þáttur í útkomunni. Þegar maður liggur yfir þýðingu, missir maður stundum svo gersamlega sjónar á almennum reglum tungumálsins, að það er fáránlegt. Ég roðnaði oft þegar ég sló inn athugasemdirnar, fór alveg hrikalega hjá mér. Ég ákvað líka að geyma handritið vel, til minningar um starf prófarkarlesarans.

 6. 7 baun 23 Sep, 2011 kl. 12:12 e.h.

  Til hamingju elskulega Parísardama, ég er stolt af þér og hlakka til að lesa bókina. En ef hún er lík Réttarhöldum Kafka, þá er ekki víst að mér þyki hún skemmtileg:/

 7. 8 parisardaman 24 Sep, 2011 kl. 10:59 f.h.

  Þó að bókin sé kómísk á köflum, er höfundur alls ekki að reyna að vera skemmtilegur. Hann spyr stórra spurninga, án þess að veita svör við þeim, sem getur jafnvel pirrað lesanda frekar en að veita ánægju. Það er öllum frjálst að taka áhættuna! En takk takk.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: