Hnappastríð

Þau undur og stórmerki áttu sér stað í franskri kvikmyndasögu, að tvær stórmyndir gerðar eftir sömu bókinni komu út á sama tíma, nú í haust.
Bókin, La guerre des boutons, eða Hnappastríðið, er eftir Louis Pergaud og kom út 1912. Hún varð strax mjög vinsæl og hefur verið endurútgefin ótal sinnum. Sagan var kvikmynduð 1936 og aftur 1962, sú mynd þykir vel heppnuð og öll börn sáu hana, í mörg ár á eftir.
Þetta er ein af fyrstu bókunum sem frönsku vinir mínir skipuðu mér að lesa, og mér fannst hún alveg meiriháttar skemmtileg. Þetta er saga fyrir börn, um börn og sögð frá sjónarhorni barnanna, strákagengi tveggja nálægra þorpa sem fara út í alvöru stríð, þar sem hnappar eru vopnin. Sagan er troðfull af gros mots, blótsyrðum, og hefur líklega, á sínum tíma, einnig verið einhvers konar parallella við heimsstyrjöldina sem braust út tveimur árum eftir útkomu bókarinnar. Höfundurinn lést einmitt „fyrir föðurlandið“ 1915.

Forsprakki Longeverne-klíkunnar

Forsprakki Longeverne-klíkunnar


Það tengist andlátsári höfundar beint, að tvær myndir komi út á sama tíma. Þegar höfundur deyr „fyrir föðurlandið“, er höfundaréttur lengdur. Venjulega er hann 50 ár, en svo hafa verið reiknaðar framlengingar eftir því hvenær verkin komu út. Fyrir bókmenntaverk sem kom út fyrir árslok 1920, var rétturinn lengdur upp í 94 ár og 272 daga (já, þetta er frönsk reglugerð, hver segir að reglulgerðir eigi að vera einfaldar?). Verkið datt því mjög nýlega úr höfundarétti og því einboðið að gera stórmynd í lit úr þessari bráðskemmtilegu sögu. Krakkar í dag nenna náttúrulega ekki að horfa á svarthvítt, eða hvað?
Leyndin yfir ferlinu hjá báðum stórframleiðendunum olli svo þessari leiðindauppákomu sem snerist um tíma upp í stríð um hver kæmi út fyrst, skreytt tilheyrandi söguburði um fall og gjaldþrot á báða bóga. Þó að börnin séu aðalpersónurnar, hafa myndirnar verið markaðsettar út á fullorðnar stjörnur. Fremstir fara Guillaume Canet gegn Alain Chabat, en báðar myndirnar eru með úrvalslið í hlutverkum foreldra og kennara.
Í dag er kennari sonar míns í verkfalli og ég er með vin hans hjá mér. Ég á ókeypis miða í bíó og er að hugsa um að fara með þá að sjá Hnappastríðið. Ég vel ekki milli myndanna tveggja, ég fer á þá mynd sem er sýnd hér í nágrenni við okkur, hef ekki einu sinni skoðað hvort það er myndin með Chabat eða Canet, mér er í raun alveg sama.
Þess má að lokum geta að þriðja hnappastríðið er víst í framleiðsluferli, en það er low budget mynd og hefur því verið fyrirfram slegin út af borðinu sem mögulegur keppandi í þessu furðulega hnappastríði fullorðinna kvikmyndaframleiðenda.

Lifið í friði.
p.s. Ég rændi myndinni héðan, vona að það komi mér ekki í vandræði.

2 Responses to “Hnappastríð”


  1. 1 Ásdís í Antibes 28 Sep, 2011 kl. 3:51 e.h.

    Ég er einmitt svo spennt að sjá þessar tvær myndir. Trailerarnir líta allavega mjög vel út!

    Svo er spurning um að demba sér í lestur, aldrei að vita.

  2. 2 parisardaman 29 Sep, 2011 kl. 10:22 f.h.

    Ég fór að sjá La guerre des boutons með Alain Chabat og nú langar mig að sjá hina nýju, og þessa gömlu og lesa bókina aftur. Og skrifa ritgerð um allt klabbið.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: