Nýja París I

Síðan ég flutti til Parísar, 1989, hefur ekki mikið verið byggt intra muros, einfaldlega vegna þess að það er vart meira pláss. Eina borgarlandið sem er nokkuð ósnert, eru skógarnir sem vaxa austur og vestur af borginni, Vincennes og Boulogne. Ég efast um að nokkur borgarstjóri muni nokkurn tímann láta sig dreyma um að reyna að taka þá af Parísarbúum, en hvað veit maður svo sem, hræsnin og óskammfeilnin virðist stundum ná út í hið óendanlega.
Hins vegar voru enn einhvers konar Sundahafnarhverfi við Signubakka í 12. og 13. hverfi, en þar var eitthvað af vöruskemmum og verksmiðjum sem ákveðið var að breyta í skrifstofu- og íbúðahverfi fyrir líklega um fimmtán árum síðan. Stóra fjármálaráðuneytið var byggt með tilþrifum, það er risastór bygging sem hýsir ráðuneytið og stóran hluta af franska Skattinum (eða hvað sem maður kallar það). Á byggingunni er þyrlupallur og hún nær út í ána. Fjármálaráðherra getur sumsé flúið á bát eða í þyrlu þegar (já, þegar) byltingin brýst út.
Fjármálaráðuneytið - Frá vef France2

Svæðið í kring var svo tekið algerlega í gegn, byggður heill hellingur af huggulegum fjölbýlishúsum með alls konar stórum svölum og terrössum. Allt voða barnvænt og fínt. Það eina sem gleymdist í 12. hverfi, voru leikskólar fyrir börn undir 3ja ára (eftir 3ja ára tekur ríkið við þeim). Mér skilst að u.þ.b. 0,4 prósent barna fái inni á leikskóla og ég veit af reynslu góðrar vinkonu að barnapíur eru yfirboðnar af örvæntingarfullum foreldrum úti á götuhorni og bara bölvað rugl með þetta. En hvað um það, Bercy-garðurinn er með japönsku ívafi og er sérlega smart, Bercy-village minnir kannski pínulítið á Disney, en er samt einhvern veginn svo skemmtilega útlandalegt, sérstaklega þegar veðrið er gott, næstum eins og maður sé staddur í strandbæ með öllum terrössunum og lágreistu steinhlöðnu húsunum (þar fengu skemmurnar, gömlu víngeymslurnar að standa en voru gerðar upp og breytt í kaffihús og krúttbúðir). Risastóra glerkvikmyndahöllin í enda götunnar gerir skemmtilegan kontrast og verndar gegn of stórum krúttskammti.

Meira af nýju París síðar!

Lifið í friði.

p.s. Myndin af fjármálaráðuneytinu kemur héðan. Vona að það valdi mér ekki vandræðum.

1 Svörun to “Nýja París I”


  1. 1 Gnósí 4 Okt, 2011 kl. 7:04 e.h.

    Til hamingju með daginn!!!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: