væluleysi

Ég var rétt í þessu að tala við vinkonu mína sem er stödd í fáránlegum reglugerðar/byggingarleyfa/verktakaklaufahremmingum. Húsið hennar var byggt nokkrum sentimetrum (kannski var það 1 og 1/2 metri, ég man það ekki) of nálægt því næsta og því þarf að rífa það, færa grunninn og byggja aftur. Þetta kom ekki í ljós fyrr en húsið var risið og þau vitanlega búin að selja ofan af sér. Þeim var komið fyrir í lítilli leiguíbúð sem byggingaverktakinn á að borga, ásamt smá aukapening en dagsektir fyrir síðbúin skil voru vel skilgreindar í upprunalega samningnum. Byggingaverktakinn segist vera á kúpunni og bendir á arkitektinn. Allir eru tryggðir upp í topp og málið er nú orðið tryggingafélagadeila og var vinkonu minni tjáð að það gæti tekið um tvö ár. Þegar ég hjálpaði henni að flytja í litlu leiguíbúðina, hélt hún að hún yrði þar í tvo mánuði. Hún sagði mér að hún hefði grátið í tvo klukkutíma í síðustu viku eftir fund með ráðgjafa (þessum sem sagði henni að búa sig undir tvö ár). En, hún sagði mér samt að hún væri oftast frekar jákvæð og ákveðin í að gera það besta úr þessu. Krakkarnir eru ánægðir í nýja skólanum, það er styttra fyrir þau að fara í vinnuna og útilegustemningin í litlu íbúðinni er oft skemmtileg. Ég var mjög hissa á þessu viðhorfi, er frekar vön því að fólk væli og mæðist út í það óendanlega og lét hana vita af því að ég dáðist að hugrekki hennar. Þá sagði hún mér að það sem „rétti hennar viðhorf af“ var að um daginn lenti dóttir vinkonu hennar í slysi og liggur á spítala. Það er fáránlegt hvað það er stundum auðvelt að minna sjálfan sig á hvað skiptir máli í lífinu. Ég hef hér með ákveðið að hætta öllu væli. Að minnsta kosti fram að kaffi.

Lifið í friði.

7 Responses to “væluleysi”


 1. 1 Harpa J 7 Okt, 2011 kl. 11:19 f.h.

  Vælulaus föstudagur. Er það ekki ágætt markmið?
  En hrikalega geta svona reglugerðir verið ömurlega óveigjanlegar.

 2. 2 parisardaman 7 Okt, 2011 kl. 12:12 e.h.

  Ég hef ekki vælt neitt síðan ég skrifaði þetta og er stolt af mér. Og reglugerðirnar eru hrikalegar stundum en það ætti nú byggingaverktakinn að vita, og hafa rænu á að passa upp á þetta. Alveg með ólíkindum allt þetta mál, ég hélt að hún væri að grínast þegar hún skrifaði mér um þetta í sumar, sendi henni bara broskall til baka og spurði hvort hún væri búin að velja lit á gluggana.

 3. 4 Þóra Marteins 10 Okt, 2011 kl. 12:19 f.h.

  Þetta gerðist líka hér í Kópavoginum fyrir nokkrum árum. Það voru byggðar nýjar blokkir á Nýbýlaveginum og í kjölfarið var lagt hringtorg (svona til að auðvelda aðgengi að þessum fínu húsum). Eini gallinn er að hringtorgið var lagt bara alveg upp við blokkina. Varð svakadrama (kærur og lögbann) en það eina sem kom út úr þessu var að það var byggður smá hljóðeinangrandi veggur þarna á milli og svo sitja íbúðareigendurnir í þessari blokk uppi með brjálaða umferð í garðinum sínum 😦

  Finn samt svolítið til með vinkonu sinni. Getur hún ekki rift þessum kaupum og flutt eitthvað annað?

 4. 5 hildigunnur 10 Okt, 2011 kl. 1:21 f.h.

  hér eða þar? væntanlega þar.

  Ég vil reyndar ekki Vælulaust neitt – en jú, þetta er frekar mikið glatað!

 5. 6 parisardaman 10 Okt, 2011 kl. 7:26 f.h.

  Þetta er hér í Frakklandi. Málið er að þau eru eigendur lóðarinnar og allur þeirra peningur er fastur í þessu rugli og mun ekki losna fyrr en málið leysist. Þeim er sagt að þau séu með allt sitt á hreinu, en nú þurfi tryggingafélögin að deila skaðanum á milli sín og þar verði þrefað og karpað lengi. (Og hverjir eru að greiða laun lögmannanna í tvö ár? Við hin sem erum tilneydd til að vera tryggð, fokkings tryggingafélögin eru jafnslæm og bankarnir með það að vera ekki vinur manns.)
  Þóra, merkileg saga með hringtorgið. Hvílíkt rugl. Mamma og pabbi börðust (helvítis kommapakkið) fyrir því að bráðabirgðagatan sem lögð var meðan byggt var í Seljahverfinu yrði löguð, en borgaryfirvöld ætluðu að láta hana standa með stórhættulegri beygju á horninu þar sem húsið okkar stóð (og stendur enn þó við eigum það ekki). Það tók sinn tíma, og fólst m.a. í að stöðva umferð um götuna ítrekað. Þetta var fyrir tíma internetsins og jú, það kom einu sinni klausa með mynd í blöðunum. Þarf að rifja það flotta mál upp.

 6. 7 Frú Sigurbjörg 15 Okt, 2011 kl. 7:30 e.h.

  Stundum er sumsé sannleikurinn raunverulega lyginni líkast…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: