Freku kennslukonurnar bæla strákana niður

Ég heyrði þessa kenningu um daginn og mér brá svo, að ég var alveg stúmm. Ég reyndi að malda í móinn, en ég gat ekki sagt neitt annað en að ég tryði ekki því sem ég væri að heyra. Svo sé ég þetta frá leyniskyttunni og veit því nú að þetta er eitthvað sem verið er að klifa á, á Íslandi.

Mér finnst þetta hrikaleg kenning og ég stend fast á því að þetta er rangt. Ég hef engar vísindalegar rannsóknir til að bakka mig upp, hafa verið gerðar alvöru rannsóknir á þessu? Til dæmis á viðhorfi drengja til kennslukvenna? Eru þeir hræddir við þær? Og allar hinar freku stelpurnar í bekknum? Mér detta strax í hug stelpurnar sem efndu til kröfugöngu sem gekk út á að fá Justin Bieber til Íslands (eða einhvern annan, ég er ekki viss og mér dettur ekki í hug að leita uppi fréttina, sem olli mér svo mikilli depurð að ég veit ekki hvort ég verð nokkurn tímann söm). Eru það þær sem bæla niður stráka svo þeir geta ekki orðið karlmenn og verða bara ólæsir aumingjar?

Æh, hvað ég er þreytt. Þreytt á rökræðum um efni sem eru svo flókin og erfið að varla er hægt að ræða þau, sérstaklega ekki við fólk sem hefur ákveðið afstöðu sína og biður bara um eitthvað sem hægt er að rífa í sig með útúrsnúningum og oft hrikalegum dónaskap. Þreytt. En það er nú líka mánudagur í dag. Eins og bent var á, á feisbúkk í morgun, verður þriðjudagur á morgun. Þá verður vonandi skemmtilegra í mér hljóðið.

Lifið í friði.

7 Responses to “Freku kennslukonurnar bæla strákana niður”


 1. 1 Harpa J 10 Okt, 2011 kl. 11:09 f.h.

  Greinin frá Leyniskyttunni er snilld.
  Ólæsisumræðan er orðin svo mikið bull að ég er löngu hætt að taka þátt í henni.

 2. 2 Eiríkur Örn 10 Okt, 2011 kl. 11:15 f.h.

  Ég átti margar kennslukonur í grunnskóla og þótti og þykir vænt um þær flestar – allar nema eina (og já, ég var hræddur við hana, er það jafnvel enn – þótt hún hafi mér vitanlega aldrei lagt hendur á neinn). Einn karlmaður kenndi mér svo heitið gæti í grunnskóla og mér þótt vænt um hann líka – reyndar held ég að það hafi verið mér mikilvægt að fá einhvers konar fyrirmynd af sama kyni þarna. Ég var í bekk þar sem stelpurnar voru annálaðar fyrir yfirgang og læti – beinlínis ofbeldi á stundum og þótt ég lenti aldrei í þeim stóð mér ekkert alltaf á sama. Þær sendu besta vin minn einu sinni grátandi heim. Ég held ég hafi nú samt aldrei litið svo á að stelpurnar væru með kennslukonunum í hóp – og ég held ég hafi verið ósköp meðvitaður um að þetta var undantekning í mínum árgangi en ekki regla, að stúlkurnar væru dómínerandi. Ég var gríðarlega taugaveiklaður í gaggó, einsog flestir reikna ég með, en ég myndi ekki lýsa mér sem sérstaklega bældum.

  Hvað varðar bækurnar þá held ég að það sé einmitt grundvallaratriði að þær séu til staðar – bæði að foreldrar lesi fyrir börnin sín, ýti að þeim góðum bókum og að það séu bókaskápar úti um allt. Og að það sé ekki talað um bækur einsog vítamín, einsog einhverja hollustu sem börnin þurfi að láta sig hafa þótt þær séu leiðinlegar.

 3. 3 parisardaman 10 Okt, 2011 kl. 1:07 e.h.

  Ég er mjög ánægð með að sonur minn skuli hafa fengið karlkennara þetta árið, ekki af því ég haldi að konurnar bæli hann niður, heldur vegna þess að mér finnst bara alltaf gaman að sjá karl í kennslu, ég kann vel við jöfn hlutföll. Alveg eins og mér fannst ekkert smá gaman þegar bensínstöðvarkallinn sem hjálpaði mér með olíu á bíldruslu í sumar reyndist ung ljóshærð stúlka.

 4. 4 Hlédís 11 Okt, 2011 kl. 9:50 f.h.

  Ólæsi er ekkert bull! grafalvarleg staðreynd að tor/ó-læsir íslendingar hafa verið „óhreinu börnin hennar Evu“ í áratugi. Andsk.. sjálfsblekkingin og gáfnasnobbið ríður ekki við einteyming hérlendis.
  Í áratugi hafa heilu ólæsu bekkirnir verið útskrifaðir úr skyldunámi til að rýma fyrir næsta árgangi.

 5. 5 Hlédís 11 Okt, 2011 kl. 10:05 f.h.

  Eiríkur Örn!
  Ég kannast miklu betur við þína lýsing á yfirgangi/stjörnun stelpna í grunnskólum en „pálu-kenninguna“ um aumar stelpur/freka stráka!
  frá 7 til 15 ára var ég í 5 skólum (nemendur 10 – >1000, í þrem ólíkum sýslum, í 7 bekkjum (nemendur 10 -33) og eftir það í MR.
  í ÖLLUM þessum skólum og bekkjum réðu stelpurnar því sem þær vildu – svo ekki sé meira sagt.

 6. 6 parisardaman 11 Okt, 2011 kl. 10:15 f.h.

  Við stelpurnar í Seljaskóla vorum þrælharðar, en eina fólkið sem allir voru bókstaflega hræddir við, voru nokkrir strákar. Ég man vel að einu sinni sendi stelpa strák grátandi heim eftir að hafa tuskað hann til, við stelpurnar glöddumst yfir þessu og kennararnir fóru að hlæja þegar strákarnir klöguðu. Ég man vel að þá fann ég að eitthvað var skakkt í þessu öllu saman, þeir höfðu margt til síns máls með að ef strákur sendi stelpu grátandi heim (sem gerðist þó nokkrum sinnum) þá var hann tekinn á teppið. Þetta er flókið mál, en ég harðneita að taka þátt í þeirri firru að ólæsi sé kennslukonum að kenna. Að minnsta kosti þar til ég sé vísindalegar sannanir fyrir því að það sé líkleg skýring. Pffff!

 7. 7 Þráinn Kristinsson 11 Okt, 2011 kl. 11:47 e.h.

  Ég á fósturbarn sem var í Hjallaskóla hjá Pálu í 3 ár held ég á árunum 89-92. Í grófum dráttum er undirstaða Hjallastefnunnar að samfélagið viðhaldi kynjahlutverkunum; Það er eðliegt að strákar séu uppvöðslusamir og frumlegir og stelpurnar gangist upp í því að gera það sem þeim er sagt og líta upp til yfirvaldsins. Til að reyna að brjóta þetta upp þá var skólin kynskiptur. Rökin voru þau að ef strákarnir væru ekki nálægt væru stelpurnar ekki að keppast til að vera andstæður strákanna til að þóknast yfirvaldinu sem eyddi stærri hluta af sínum tíma í að reyna að hafa stjórn á strákunum. Jafnframt var reynt að hvetja stelpurnar til aukins frumkvæðis og sjálfstæðis. Strákarnir áttu síðan að fá öfuga meðferð. Á fundi með foreldrum var Pála spurð eftirfarandi spurningar: Á hvaða rannsóknum byggir Hjallastefnan og hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á hvernig nemendum Hjallastefnunnar hefði vegnað félagslega og faglega í grunnskólanum. Svarið var einfaldlega að engar rannsóknir voru til staðar eða í gangi.

  Það skiptir engu hvernig skólakerfi eru samsett – þetta eru alltaf einhverjar samfélagslegar tilraunir sérfræðinga sem byggja yfirleitt á þeirri hugmyndafræði sem ráðandi er í samfélaginu. Og af því þetta eru tilraunir þá veit engin hver niðurstaðan er fyrr mörgum árum eftir að kynslóðin sem bar ábyrgð á tilraunastarfsemini hefur misst völd og ný kynslóð sérfræðinga hefur komist að þvi að tilraunin hafi mistekist eins og sjáist á tilraunadýrunum og nauðsynlegt sé að breyta aðferðum…og á einhverjum tímapunkti er búið að fara heilan hring og byrjað að nota hugmyndir og aðferðir sem búið var að kasta.

  Annars hef ég verið að vinna í ummönnunargeiranum sl. 2 ár eftir að hafa í um 16 ár í viðskiptageiranum þar sem ég vann með bæði konum og körlum. Ég vinn með ca. 20 frábærum konum sem hafa eytt allri ævinni í þessum geira á lágum launum og frekar lágan félagslegan status (sem er náttúrulega ein ástæðan fyrir þessum lágu launum). Engin vafi er á þvi að þær skila frábæru starfi – en það er heldur engin vafi á þvi að, af því að það eru nær eingöngu konur sem vinna á staðnum þá drottna þar ákveðin viðhorf sem setja mark sitt á hvernig er vinnulagið er og hvernig er tekið á málum. Ég þarf varla að taka fram að lífið snýst um að kaupa skynsamlega skó og að fara snemma að sofa og borða hollan mat og konflikt eru leyst ekki með rifrildum heldur eftir einhverju ósýniilegum kerfum eða alls ekki…hafandi eytt fyrstu fimm árum af mínum ótrúlega langa atvinnuferli á vinnustöðum þar sem eina kvenfólkið sem sást var berbrjósta á dagatölum uppá vegg hlakkar mig til að fara að vinna aftur á vinnustað þar sem bæði kynin með öllum sínum kynbundu göllum og kostum vinna saman.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: