vændiskonan og stóra systir hennar

Ég er búin að vera nánast á bólakafi í spurningunni um vændi og lögleiðingu þess síðan Eva fór af stað með pistil um það á dögunum. Ég skrifaði langa grein fyrir knuz.is, en hún varð svo ruglingsleg og persónuleg að ég ákvað að vilja ekki birta hana. Ég þarf að endurskoða þetta allt saman, en mín niðurstaða er, sett niður í punkta þessi:

Vændi er málaflokkur sem á ekki að rugla saman við heimilisstörf.

Vændi er ekki það sama og kynlíf milli tveggja fullorðinna og viljugra einstaklinga. Þess vegna er ekki heldur hægt að rugla vændi saman við réttindi samkynhneigðra.

Vændi þrífst í skúmaskotum, og að lögleiða það myndi væntanlega ekki breyta neinu. Þetta tengist nefnilega siðferðiskennd okkar, þetta er feimnismál og ég efast um að það muni breytast. Það langar engan til að aka sperrtur upp að rauða flotta áberandi vændishúsinu við Suðurlandsbraut, hitta þar í innganginum frænda (eða frænku) og spjalla aðeins, áður en maður lítur á klukkuna og segir: „Jæja, það fer að koma að mér, best að drífa sig inn á biðstofuna!“

Það er klifað á því að fólk sem stundar vændi og er hamingjusamt sé þaggað niður, en samt finn ég endalaus viðtöl við fólk hér sem kallar sig starfsmann í kynlífsþjónustu og segist vilja fá réttindi. Það er svo furðulegt, að stundum fær maður svo sterklega á tilfinninguna að þetta fólk sé að þóknast einhverjum öðrum með því að tala, því tal þeirra einkennist af endurtekningum á sömu frösunum. Aftur og aftur. Eins og það hafi lært ákveðna frasa en hugsunin sé svo til engin. Ég held að þöggun sé ekki vandamálið, heldur tengist þetta frekar því sem ég benti á hér að ofan, að þetta er of siðferðistengt og ég í alvöru talað efast stórlega um að lagasetningar breyti því.

Aðgerðir hópsins Stóra systir hafa vakið verðskuldaða athygli. Sumir skrifa popúlískar hugleiðingar um að vændi sé nú viðurkennt í sumum löndum, sem er svona álíka og að segja að spilling sé viðurkennd í sumum löndum. Það er rifist um þetta hér í Frakklandi, í Hollandi og bara í öllum vestrænum ríkjum, m.a.s. í púrítaníska Noregi (omg!), þetta er rætt fram og til baka og er einn af erfiðustu málaflokkum sem stjórnmálamenn eiga við, eins og lagasetningar í kross sýna berlega.
Athugasemdirnar hafa svo styrkt mig í því sem ég vildi sagt hafa: Eftir að hafa sofið á því, styð ég Stóru systur alla leið. Það veitir ekki af að hrista aðeins upp í þessu liði. Ég held að vændi sé einmitt vandlega samofið annarri spillingu í þjóðfélaginu, og nákvæm og góð lögreglurannsókn gæti leitt til þess að önnur undirheimastarfsemi yrði afhjúpuð. Mig grunar að valdamikið fólk sé nátengt þessum málum, og það skýri áhugaleysið (jahá, hér er sko samsæriskenning og allt!).

Ég verð eiginlega að skrifa nánar um þetta, en ég bara hef ekki tíma núna, ég á að liggja yfir lokaverkefni í þýðingafræðum, ekki félagsfræðilegri stúdíu á vændi. Eins og þetta er nú áhugavert mál.

Lifið í friði.

3 Responses to “vændiskonan og stóra systir hennar”


 1. 1 Frú Sigurbjörg 20 Okt, 2011 kl. 12:24 f.h.

  Flottur pistill Kristín. Stórgóður.

 2. 2 parisardaman 20 Okt, 2011 kl. 9:08 e.h.

  Takk fyrir það, Frú Sigurbjörg.

 3. 3 Glúmur 3 Nóv, 2011 kl. 11:22 e.h.

  Þeir sem Parísardömu dá
  dofna brátt í trúnni
  bloggin orðin allt of fá
  eitthvað hamlar frúnni


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: