skítur

Ég ætlaði mér að fara í hesthúsin í París (já, það er ALLT til í París, efaðistu nokkurn tímann?) og sækja hrossaskít og fara og blanda í beðin í garðinum. Þetta var plan laugardagsmorgunsins.
Nú er klukkan orðin 11 og ég er enn á náttkjólnum. Að vísu búin að halda áfram hreinsun og tilfæringum á heimilinu, sem hófst með djúphreinsun baðherbergis og fleira í gær. Krakkarnir voru nefnilega heima vegna jarðarfarar í gær, ásamt félögum sem komu í pössun og ég nennti ómögulega að grúfa mig yfir tölvuna. Ákvað heldur að drífa í alls konar hlutum sem voru farnir að leggjast á sálina og tók algert æðiskast hérna. Nú sveiflast ekki lengur ryk í dræsum í loftræstingarristinni, útrunnin lyf fóru í endurvinnsluna, dót og drasl sem safnaði ryki öllum til ógagns fer á haugana… Ég ákvað að ímynda mér að ég væri að fara í íbúðaskipti og þrífa eins og ég geri þá. Mjög góð aðferð, hvílík hreinsun. Ég er ekki búin, af nógu er að taka hérna. En þar sem ég tilkynnti fjölskdyldufólkinu að ekki yrði þrifið hér aftur fyrr en í júlí, bíður það. Enda er ég ekkert að fara í íbúðarskipti, fyrr en í fyrsta lagi þá.
En ég er sumsé enn hér á náttkjólnum og vindurinn lemur gluggahlerunum til og rigningin virðist ekkert ætla að taka enda og ég er eiginlega að koksa á þessu plani. Má maður ekki alveg fresta svona dæmi? Ég þarf líka að lesa fullt af skólaefni og það hentar ágætlega að vera undir teppi að lesa í svona veðri. Jú, ég held ég taki ráðum ykkar og geri það bara. Ha? Ekki ykkar ráð? Æ, mér er alveg sama, ég ætla samt að gera það.
Ef ég væri á Íslandi, myndi ég samt líklega alvarlega íhuga að sækja skít og fara með hann og kasta honum í grjóthlaðna veggi. En ég er hér og auðvelt að segja svona þegar maður er langt í burtu, svo ég þegi bara. Og les skólabækur. Þæg og góð.

Lifið í friði.

13 Responses to “skítur”


 1. 1 ella 21 Jan, 2012 kl. 11:59 f.h.

  Það er barasta alls ekkert vit að vinna með skít í nema í þokkalegu veðri. Í bleytu klessist hann bara á óæskilega staði og dreifist ekki almennilega svo að þú ert afar skynsöm núna.

 2. 2 parisardaman 21 Jan, 2012 kl. 12:07 e.h.

  Ah, akkúrat það sem ég þurfti að heyra. Ég var nefnilega með bullandi samviskubit. Takk!

 3. 3 ella 21 Jan, 2012 kl. 1:19 e.h.

  Heldurðu kannski að maður leyfi sér að vera að bulla eitthvað út í loftið á veraldarvefnum? Ónei, málflutningur þarf að vera markviss og koma að notum :).

 4. 4 hildigunnur 21 Jan, 2012 kl. 11:43 e.h.

  já ég fór ekki og kastaði neinum skít í dag 😦 né væntanlega heldur á morgun en mikið langar mig til þess samt!

 5. 5 parisardaman 22 Jan, 2012 kl. 9:33 f.h.

  Já, Ella, satt segirðu – eða á ég kannski að segja SALT segirðu? 😉
  Hildigunnur, nei, hvað myndi það svo sem hafa upp á sig? Bítur eitthvað á þessu batteríi?

 6. 6 Glúmur 23 Jan, 2012 kl. 11:54 f.h.

  Fyrirssögnin fékk mig til að halda að pistillinn væri um Alþingi Íslendinga – en svo kom í ljós að hann fjallaði um hreinsun á skít

 7. 7 baun 23 Jan, 2012 kl. 8:58 e.h.

  Grjóthlaðna veggi? Einhverja sérstaka?

 8. 8 parisardaman 24 Jan, 2012 kl. 8:36 f.h.

  Ha? Neinei, eða hvað?

 9. 9 Harpa J 24 Jan, 2012 kl. 10:39 f.h.

  Hrossaskítur í rigninu er algert ógeð. Þú valdir auðvitað hárrétt. Nema hvað.

 10. 10 Svanfríður 25 Jan, 2012 kl. 3:05 e.h.

  Svo þarf maður að vera í stuði vegna lyktarinnar 🙂

 11. 11 Solla amma 27 Jan, 2012 kl. 10:04 e.h.

  Það er út í hött að vera með skítkast í rigningu! Guðlaug Hestnes

 12. 12 Solla amma 27 Jan, 2012 kl. 10:05 e.h.

  Bíddu… af hverju dúkkar Solla amma upp þegar ég heiti Guðlaug Hestnes?!!

 13. 13 Nafnlaust 3 Feb, 2012 kl. 4:45 e.h.

  Long time no see 🙂 Varð bara að skila kveðju fyrst ég droppaði inn til að fylgjast með lífi þínu gamla mín. Sé að ég er alltof sein að koma því til skila að þú gerðir það eina rétta í stöðunni með rigninguna og hrossaskítinn!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: