úthverfamyndir og -pælingar

Um daginn fór ég í smá gönguferð í frosti og stillu. Það hafði snjóað örlítið um nóttina og þökin voru hvít. Ég komst ekki út fyrr en síðla eftirmiðdags og sólin og vegfarendur höfðu því brætt burt fölið af gangstéttunum.
Leið mín lá niður að skipaskurðinum Canal de l’Ourc, sem liggur inn til Parísar, undir hina ógurlegu hraðbraut sem umvefur borgina eins og kyrkislanga. Þegar maður kemur undan hraðbrautinni er maður kominn inn í Villette-garðinn sem er eitt af skemmtilegri útivistarsvæðum Parísar. Þar er litríkt mannlíf, því í útjaðri borgarinnar býr minna fínt fólk, sem oft er alls konar á litinn.

Þið sjáið hvernig bakkarnir breytast frá því að vera iðnaðarsvæði í notkun í að vera yfirgefið (stóra byggingin hefur verið yfirgefin síðan ég flutti til Pantin, árið 2000) og svo yfir í að vera íbúðabyggð. Í glænýja húsinu er m.a.s. veitingahús með terrössu út að skipaskurðinum, svo þetta er nú allt að koma. Hægt og rólega. Það er nú einu sinni kreppa.

Við köllum úthverfi þau bæjarfélög sem liggja umhverfis París sjálfa. Ef sama hefð ríkti á Íslandi, væru Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes og Mosfellsbær kölluð úthverfi Reykjavíkur. Mín reynsla er sú að íbúarnir verða sármóðgaðir ef maður vogar sér slíkt. Hér er oft talað um sameiningu, og byrjað er að spá í það sem kallast Grand Paris, Stóra París. Unnið er hörðum höndum að því að bæta samgöngur milli bæjarfélaganna og tengingar við París og eitt fyrirtæki stendur að samgöngunum, RATP.

Þegar ég flutti frá París sjálfri, í úthverfið Pantin, var það vegna þess að við höfðum ekki efni á að leigja inni í borginni. Okkur fannst þetta hræðilegt, höfðum bæði alltaf búið miðsvæðis. Það voru vonbrigði að finna ekkert sem okkur hæfði innan borgarmúranna.
Nú erum við komin til Romainville, einum bæ fjær en Pantin, og erum alsæl hérna. Auðvitað er gott að vera í hringiðunni, en hér heyrist varla í bílaumferð, nágrannarnir eru svo yndislegir að það er nánast vonlaust að flýta sér, maður verður að spjalla um veðrið við gamla fólkið eða dást að því hvað börnin stækka hratt í hvert skipti sem maður hittir einhvern.
Ég held svei mér þá að ef ég yrði skyndilega forrík og gæti keypt (eða leigt) inni í París, myndi ég heldur bara fá mér eitthvað stærra og betra hér. Ég er náttúrulega úthverfabarn sjálf, alin upp í Breiðholtinu. Samt játa ég hreinskilnislega að ég trúi ekkert endilega fólki sem segist ánægt í Grafarvoginum. Í mér býr lítill púki sem þykist vera miðbæjarrotta.

Njótið myndanna.

Lifið í friði.

2 Responses to “úthverfamyndir og -pælingar”


  1. 1 Harpa J 10 Feb, 2012 kl. 10:02 f.h.

    Skemmtilegar myndir! Vá hvað dansskóli ríkisins er kuldalegur.

  2. 2 parisardaman 10 Feb, 2012 kl. 10:25 f.h.

    Já, hann er arkítektúrískt stórvirki 8. áratugarins og kommúnistastjórnarinnar;) Þarf sífellt að vera að gera við hann og mann langar aldrei á sýningar þarna, þó mér finnist oft mjög gaman að horfa á dans.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: