út fyrir boxið

Fangelsi eru eitt af því bjánalegasta sem ég veit. Ég gleðst aldrei þegar ég les um fangelsisdóma, ekki einu sinni þegar verstu fjársvikarar eru dæmdir. Manni léttir vissulega þegar raðnauðgari er tekinn úr umferð eða byssumaður er yfirbugaður, en þetta dæmi með réttarhöld og fangelsun er einhvern veginn gersamlega afdankaður og úreldur máti til að takast á við vandamálin. Enda virðist vandamálum bara fjölga á sama tíma og fangelsin eru sífellt að stækka. [röng klisja, burt með hana! En það er eitthvað alls ekki að virka samt.] Hvað þarf að gera til að fólkið með völdin sjái þetta og byrji að hugsa út fyrir boxið?

Á feisbúkk las ég í gær að Ragna Árnadóttir þáverandi dómsmálaráðherra hafi verið spurð að því í fréttum RÚV fyrir tveimur árum síðan, hvort hún hefði ekki áhuga á að fá að kíkja í skýrsluna sem nefnd á vegum norska ríkisins vann um stefnuna sem Portúgal hefur tekið í baráttunni við eiturlyfjamarkaðinn og kanna hvort við gætum ekki lært eitthvað af Portúgölum. Hennar svar var víst stutt: „Nei, ekki að ræða það!“

Í Portúgal var ákveðið fyrir tíu árum síðan að leggja af refsingar fyrir eiturlyfjaneyslu, ekki bara kannabis, heldur öll eiturlyf. Upphæðin sem fór í að reka fíknó var tekin og notuð í að efla til muna aðstoð við fíkla og hjálpa þeim út úr vítahringnum. Í staðinn fyrir að henda þeim í fangelsi, þar sem þeir halda áfram að nota eiturlyf, fara þeir í meðferð.
Samkvæmt frétt á forbes.com hefur fíklum fækkað um helming, þ.e.a.s þessum „alvöru“ fíklum, fókið sem sprautar sig og getur verið hættulegt sjálfu sér og umhverfi sínu. Þið getið lesið nánar um þetta hér.

Svo minni ég á knúz.is, en þar birtist einmitt í gær frásögn af konum sem fara mjúku leiðina í því að byggja upp frið milli múslima og gyðinga á sinn hátt. Njótið heil.

Lifið í friði.

3 Responses to “út fyrir boxið”


 1. 1 Harpa J 17 Feb, 2012 kl. 10:57 f.h.

  ,,Nei, ekki að ræða það.“ Það er kannski vandamálið? Að boxið er rammgert og lítill vilji til að kíkja út fyrir.

 2. 2 asdf 17 Feb, 2012 kl. 5:39 e.h.

  „Enda virðist vandamálum bara fjölga á sama tíma og fangelsin eru sífellt að stækka.“

  Það er óhjákvæmilegt að fleiri(en ekki endilega hlutfallslega fleiri) glæpir eru framdir þegar fólksfjöldinn vex. Þar af leiðir að á endanum þarf að stækka fangelsi. Fjölmiðlar hafa líka tilhneigingu til að einblína á grípandi vandamálafréttir, sem skekkir heildarmyndina. Hinsvegar er ég sammála þér um fíkniefnabrot, það kemur engum að gagni að refsa fíklum, og ef lögleiðing leiðir til þess að alvarlegri glæpum í kringum dóp-iðnaðinn fækkar þá sé ég ekki hví við ættum ekki að fara þá leið.

 3. 3 Kristín í París 18 Feb, 2012 kl. 9:23 f.h.

  Æ, já, asdf, ég viðurkenni að þarna féll ég í klisjugryfjuna. Játa að ég skrifaði þetta í flýti… Takk fyrir ábendinguna, mea culpa.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: