Vorið sem er að koma – vígvöllur sem þarf knúz

Það er alveg að koma vor hér í París. Í Jardin des Plantes voru það reyndar ekki blóm sem mynduðu bleika litinn á gamla kirsuberjatrénu úr fjarlægð, heldur glænýir sprotar sem höfðu yfir sér bleika slikju. En við sáum að ekki væri langt í að brumið færi að springa út. Og á feisbúkk sé ég að ég talaði um bleiku blómin í götunni minni 11. mars í fyrra, en þá höfðu þau gulu forsythiurnar glatt mig í u.þ.b. viku. Þetta hlýtur allt að fara að koma. Alla vega er orðið mjög hlýtt og það angar allt af vori.

Ég skrapp út í garðinn minn, skoðaði og spekúleraði og ætla að hefja spírun fræja vonandi í þessari viku. Það verður gert hér heima, enda með afbrigðum heitt í sólríkri íbúðinni. Þar sem við förum ekki til Íslands í sumar, stefni ég á hörkuræktun þetta árið. Ég ætla að reyna að koma upp rabbabarabeði, en ég er ekki viss hvernig það er gert. Get ég farið og sníkt afleggjara hjá öðrum eða þarf ég að sá? Kemur í ljós…

Ég hef ekkert komist að ráði áfram í ritgerð. Er byrjuð að þýða aðra skáldsögu, ritstjórnarstarfið á knúz.is tekur slatta tíma ásamt því að nú er skólafrí (2 vikur) og mér finnst ég verða að sinna krökkunum og gera alls konar með þeim, milli þess sem ég leiði ferðalanga um torg og garða. Ritgerðin mallar samt þarna inni í mér og bíður þess að fá að brjótast út. Ég sver. Ég lofa. Og ég treysti því að um leið og það gerist, hverfi hálsbólgan sem hefur mallað í mér undanfarið. Komið og farið. Með slími eða án. Með verkjum eða án.

Annars má segja internetið hafi breyst í vígvöll í gær. Ég nenni ekki að skrifa um það, annað en að ég dáist að þoli þeirra sem leggja til atlögu gegn kvenhatri, sem mörgum virðist þykja algerlega réttmætt og jafnvel bara hið besta mál. Af hverju má almennt níða konur niður? Af hverju þykir brandari eins og þessi fyndinn: „Hvað þarf marga svertingja til að skúra fótboltavöll? Engan, konan getur bara gert það!“ Hvað er að? Af hverju virðast jafnvel ungir karlmenn vera algerar karlrembur (ég nenni ekki að fjalla um fauskana, þeir geta átt sig)?

Lifið í friði.

8 Responses to “Vorið sem er að koma – vígvöllur sem þarf knúz”


 1. 1 hildigunnur 28 Feb, 2012 kl. 3:53 e.h.

  Afleggjari, smá hnaus af góðum rabarbara er best.

  Tek undir, magnað framtak hjá Hildi.

 2. 2 Guðrún C. 29 Feb, 2012 kl. 2:01 f.h.

  Máttu segja hvaða skálsögu þú ert að þýða..?

 3. 4 parisardaman 29 Feb, 2012 kl. 7:36 f.h.

  🙂 Skál fyrir því!

 4. 5 baun 1 Mar, 2012 kl. 8:34 e.h.

  Sammála Hildigunni, það er langbest að fá hnaus.

  Og ég vænti þess að fá reglulegar ræktunarfréttir frá þér í heitu löndunum, það er svo gaman að heyra af því brölti, þó að það bæti engan veginn upp yfirvofandi Kristínarleysi í sumar:(

 5. 6 parisardaman 2 Mar, 2012 kl. 12:07 e.h.

  😦 jámm…

 6. 7 ella 2 Mar, 2012 kl. 2:24 e.h.

  Ég veit auðvitað afar lítið um rabarbarabúskap í Frakklandi, en á okkar litla Íslandi eru til fjölmörg afbrigði og misgóð. Bestur er sagður grannvaxinn rauður, svokallaður vínrabarbari. Þá er ég að tala um bragð en ekki magn, ýmis önnur afbrigði gefa af sér miklu meiri uppskeru. Í grasagarðinum í Laugardal eru geymd öll þekkt afbrigði eða kvæmi landsins en það er ekki svo gott að þar fáist „afleggjarar“. Þetta er bara genavarðveisla.
  Svo eru það viðtekin og alþekkt sannindi að það er algerlega nauðsynlegt að þekja hnausinn eftir síðustu uppskeru haustsins með skít og garðyrkjufræðingurinn móðir mín segir að það þurfi helst að vera kúamykja. Það snýst eitthvað um að vinna á móti sýrunni í plöntunni.
  Þetta var rabarbaranámskeið í mínu boði, gersovel.

 7. 8 parisardaman 3 Mar, 2012 kl. 5:13 e.h.

  Vá, takk fyrir það. Nú verð ég að finna hnausa og íhuga hvernig ég geti svo fundið kúaskít í haust. Hmmmm…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: