rammur tepoki

Stundum líður mér eins og að þegar ég komi að tjá mig á blogginu, sé það svona eins og þegar ég fer út í garðinn minn. Bloggið, sem einhvern tímann áður var vettvangur fyrir öskur og óp um allt sem miður fór og átti að laga er núna bara svona kósí horn fyrir mig til að prjóna hugleiðingar eða bara ekki neitt. Bara vera.

Garðurinn minn lofar hvílíkt góðu. Moltan frá því í fyrra lítur vel út, Jósep (á ég ekki eftir að segja frá Jósep sem ég lánaði helminginn af garðinum?) gerði svaka fínan kassa sem ég ætla að nota fyrir jarðarberjaplöntur, búin að koma honum fyrir og blanda moldu í hann. Ég ætla að reyna að finna rabbarbara (hef hvergi séð í búðunum) og er búin að sá fyrir fullt af tómatplöntum, gúrkum, baunum og kryddi og alls konar. Ég er með þetta hér um alla íbúð og læt oggulitlar plönturnar dilla sér samkvæmt ráðum Alnetsins með því að snúa pottunum svo plönturnar snúi sér í leit að birtu – þetta kallast spírunarbootcamp á heimilinu og krökkunum finnst þetta óborganlega skemmtilegt.

Mikið óskaplega sakna ég Gunnars Hrafns þegar ég skrifa Alnetið. Hann var sá eini sem skildi húmorinn, eða alla vega sá eini sem kommenteraði á þá orðanotkun. Hann efaðist fyrst, en fór svo að nota það sjálfur, enda er Alnetið eitthvað svo fullkomið orð yfir netið. Mikið óskaplega getur maður saknað. Og mikið ógurlega er það nú stundum eiginlega bara vont. Systir hans sagði mér að hún reyndi stundum að taka helluna sem hún bæri stöðugt í fanginu og setja hana á bakið, það létti burðinn. Ég reyni að hugsa eins. Og nú er ég búin að nota orðið Alnet aftur. Hef strikað það út hingað til, því það var bara of sárt. Kannski er ég búin að taka skref. En ég veit líka að þó ég taki skref, er söknuðurinn engu minni. Já, er ekki bloggið örugglega bara kósí og ég að tala við sjálfa mig og vini?

Lifið í friði.

11 Responses to “rammur tepoki”


 1. 1 Svala 13 Mar, 2012 kl. 1:20 f.h.

  Hvar ertu með garð? Er hann við húsið? Ég sá engan garð þegar ég heimsótti þig.

 2. 3 parisardaman 13 Mar, 2012 kl. 8:36 f.h.

  Garðurinn er hér ofarlega í götunni, nokkurra mínútna gangur þangað. Þetta var gert fyrir nokkrum árum að svona „verkamannagörðum“ eins og þetta kallast hér. Lítill kofi fyrir áhöldin, krani, tunnur til að safna vatni, kassi fyrir moldu og svo hrá leirmold sem ég hef nú staðið í að bæta með ræktun og aðkeyptu efni og ég finn að nú fer ég að fá alvöru uppskeru! Ég hef nú einhvern tímann birt myndir af þessu á blogginu mínu.

 3. 4 parisardaman 13 Mar, 2012 kl. 8:36 f.h.

  Takk Lissý.

 4. 5 baun 13 Mar, 2012 kl. 8:41 f.h.

  Ég fór inn á bloggið hans GH um daginn og það var undarleg tilfinning. Ég sakna hans líka alveg hreint voðalega.

  Eru molda og molta samheiti? Nenni ekki að fletta þessu upp, er að borða hafragraut og þarf að fara í vinnuna. Máske muntu þusa yfir jarðarberjaplöntunum þínum: „Af moldu ertu komin“ (svona rétt áður en þú stingur þeim upp í munninn).

 5. 6 ella 13 Mar, 2012 kl. 11:46 f.h.

  Ég velti fyrir mér; ef það er nú svona stutt að fara í garðinn er þá ekki skynsamlegt að safna lífrænu rusli heimilisins í fötu og rölta af og til með það í garðinn og jarða það þar? Kannski er plássið ekki nægilegt til að fórna einum og einum bletti í senn fyrir þannig vinnslu en örugglega er þetta fljótlegra í þínu heita landi en hér. Þetta er safnhaugur í einföldustu mynd.

 6. 7 hildigunnur 13 Mar, 2012 kl. 4:16 e.h.

  Líst vel á tillöguna hennar Ellu. Og kannski maður ætti að fara að tala um Alnetið…

 7. 8 parisardaman 13 Mar, 2012 kl. 4:19 e.h.

  Að sjálfsögðu er ég með safnhaug! Og að sjálfsögðu er þetta molta, ekki molda 🙂

 8. 10 Guðlaug Hestnes 23 Mar, 2012 kl. 10:22 e.h.

  Mátti til. Mér finnst þessi pistill fallegur og þetta er þitt kósýhorn. Sá sem hefur ekki saknað veit ekki nógu mikið um lífið og vellíðanina sem fylgir lífinu oft sem betur fer. Minningin þó lifir. Gangi þér í ræktuninni með kærri kveðju til Frans.

 9. 11 parisardaman 24 Mar, 2012 kl. 9:28 f.h.

  Kærar þakkir, kæra Guðlaug og bestu kveðjur á Höfn:)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: