Sarpur fyrir apríl, 2012

Lolita

Hér er frábær grein um Lolitu e. Nabokov. Ég man vel eftir því hvernig mér leið þegar ég las bókina (sem ég veit nú að ég verð að endurlesa). Ég féll í gildruna um tíma, vorkenndi karlhelvítinu, en áttaði mig svo og kalt vatn rann mér milli skinns og hörunds.

Lifið í friði.

fauskar fúska

Nýlega varð ég fyrir því að kalla mætan mann fausk eftir að sá hafði skrifað pistil um unga tónlistarkonu í víðlesið blað. Þessi litli pistill gekk allur út á að tónlist unga fólksins væri óþolandi og ekki á hlustandi. Ég nenni ekki að finna hann aftur, hann var mjög ómerkilegur í raun og veru, bara einn af þúsund stuttum hugleiðingum venjulegs fólks í venjulegu blaði. Oft koma rosalega góðar hugleiðingar út úr þessum skrifum en þó mun oftar er þetta bara svona loftbóla sem springur og gleymist óðara. Og í raun finnst mér ekkert að því að afhjúpa hvað maður getur stundum verið mikið gamall fauskur eða smáborgari eða hvað sem maður er þá og þá stundina. Ég meinti þetta sumsé alls ekki illa, mér fannst þetta eiginlega pínu fyndið. Og mér krossbrá þegar maðurinn „lækaði“ þessa athugasemd mína, sem var slegið fram á facebokk síðu einhvers allt annars, sem ég hafði ekki hugmynd um að hefði þennan mann á vinalista sínum. En ég jafnaði mig strax, enda bjóst ég við að með því að læka mig, væri hann að sýna að hann skildi tóninn í mér.
Síðan þá hef ég tvisvar séð hann nota þetta orð um sig eða sumsé til að segja hvað aðrir segja um hann. Í hvert skipti krossbregður mér aftur, ég er nefnilega frekar viðkvæm fyrir því að lenda í að særa fólk, og forðast það í lengstu lög. Nú hef ég á tilfinningunni að ég hafi sært hann, að þetta sitji í honum og ég velti því stundum fyrir mér að skrifa honum persónulega og biðjast afsökunar. En um leið, þá stend ég reyndar með því sem ég sagði, þetta var voðalega fauskalegt nöldur í honum. Og svo er ég líka aldrei alveg viss um hvort hann er ekki einmitt að gantast dálítið með þetta sjálfur. Það er þetta með kaldhæðni og húmor á internetinu. Hrikalega flókið stundum.

En ég ætlaði ekkert að tala um þetta fauskadæmi, það bara hrökk upp úr mér alveg óvart. Ég ætlaði nú bara að segja að mér finnst nett fyndið að það skuli reynt að nota slagsmál þá 22ja ára sambýlismanns forsetaframbjóðenda til að valda henni skaða. Þetta held ég að sé hámarksfauskun. Að ekki sé talað um hversu ógurlegt fúsk þetta var nú líka. Mín hló.

Lifið í friði.


Nýlegar athugasemdir

parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó
Elín Kjartansdóttir um rafmögnuð kona
juliann um agnetha