Tíminn og Afríka

Það mætti eiginlega segja að ég hafi beðið um þetta sjálf, með einhverju rómó-nostalgísku tali um tímann og Afríku. Því nú er svo komið að ég sit hér á föstudagskvöldi með breyttan flugmiða, fer sumsé til Tógó á sunnudaginn. Núna á sunnudaginn.

Í raun er þetta mjög gott, ég fann alveg að ég var hálfvegis farin með vinkonu minni, það var erfitt að kveðja hana og vita af henni einni þarna niður frá. Það var einfaldlega ekki rétt. Þó að ég sé með óvanalega háværan són í eyranu og pínulítið stressuð yfir því að vegabréfsáritunin mín miðar við 22. maí, er ég fullkomlega sátt við að setja ritgerðarsmíðar á bið. Úrið verður sett upp þegar ég kem til baka. Hvenær sem það verður.

Fylgist spennt með frásögnum af ferðum mínum, sendið mér góða strauma, ég þarf á því að halda.

Lifið í friði.

3 Responses to “Tíminn og Afríka”


  1. 1 Elísabet Arnardóttir 12 Maí, 2012 kl. 12:43 f.h.

    Þú færð ævinlega últra góða strauma frá mér, mín kæra dama, hvar sem þú ert stödd á jarðkúlunni. Góða ferð!

  2. 2 ella 12 Maí, 2012 kl. 1:23 f.h.

    Magnað!! Var einmitt áðan að hugsa til þín og Afríku.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: