Sarpur fyrir júlí, 2012

Molar

Eg er ennþá til, þó ég hafi ekki lengur tíma eða nennu til að blogga.

Ég er búin að skila þýðingunni og bíð eftir að fá handritið aftur í hausinn fullt af athugasemdum prófarkarlesara. Það verður líklega í miðju sumarfríinu, en við ætlum að leggja af stað suður á bóginn á mánudag.

Ég held að bókin geti orðið vinsæl, þetta er heilmikið drama, ástir og svik, lygar og leyndarmál. Frásögnin er endursögn af játningum tveggja kvenna, amk önnur þeirra reynist hafa logið eða leynt hluta sannleikans, sá sem segir endanlega frá öllu stoppar í ýmis göt.

Svo er ég orðin fréttaritari Spegilsins í París, það vex mér örlítið í augum, en er samt fjári gaman að neyða sig til að setja sig í stellingar og skilja þjóðmálin nógu vel til að geta deilt þeim með öðrum. Ég er þó engin Sigrún Davíðsdóttir, sei sei nei. En við sjáum hvað mér tekst að moða úr þessu enn eina verkefninu í lífi mínu.

Lifið í friði.


Nýlegar athugasemdir

parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó
Elín Kjartansdóttir um rafmögnuð kona
juliann um agnetha