Molar

Eg er ennþá til, þó ég hafi ekki lengur tíma eða nennu til að blogga.

Ég er búin að skila þýðingunni og bíð eftir að fá handritið aftur í hausinn fullt af athugasemdum prófarkarlesara. Það verður líklega í miðju sumarfríinu, en við ætlum að leggja af stað suður á bóginn á mánudag.

Ég held að bókin geti orðið vinsæl, þetta er heilmikið drama, ástir og svik, lygar og leyndarmál. Frásögnin er endursögn af játningum tveggja kvenna, amk önnur þeirra reynist hafa logið eða leynt hluta sannleikans, sá sem segir endanlega frá öllu stoppar í ýmis göt.

Svo er ég orðin fréttaritari Spegilsins í París, það vex mér örlítið í augum, en er samt fjári gaman að neyða sig til að setja sig í stellingar og skilja þjóðmálin nógu vel til að geta deilt þeim með öðrum. Ég er þó engin Sigrún Davíðsdóttir, sei sei nei. En við sjáum hvað mér tekst að moða úr þessu enn eina verkefninu í lífi mínu.

Lifið í friði.

6 Responses to “Molar”


 1. 1 Guðrún C. Emilsdóttir 7 Júl, 2012 kl. 8:04 e.h.

  Spennandi verkefni hjá þér – greinilega aldrei lognmolla í kringum þig 😉 Hvað heitir bókin á frönsku sem þú varst að þýða? Já og eitt – hvernig er staðan með ferðina í Normandí? Ef ske kynni, væri hægt að kaupa ferðina án flugs? Kveðja kær, Guðrún.

 2. 2 parisardaman 7 Júl, 2012 kl. 11:29 e.h.

  Bókin heitir Le Confident, eftir Hélène Crémillon.
  Normandíferðinni var aflýst, þetta árið, því miður. Ef þú ert í Frakklandi í ágúst, lofaðu mér að láta vita af þér, ég er hér 🙂

 3. 3 Guðrún C. Emilsdóttir 8 Júl, 2012 kl. 7:50 e.h.

  Þekki ekki til þessa höfundar. Reyni að næla mér í þýðinguna þegar hún kemur. Leiðinlegt að heyra með ferðina. Var svo sem ekki alveg búin að gera upp við mig hvort ég hefði tíma og/eða efni á að fara í hana, en hún virkaði spennandi á mig. Þekki aðeins til í Normandí, en á eftir skoða t.d. Rouen. Það er mjög líklegt að ég fari út í ágúst og verði m.a. eitthvað í París, svo ég verð örugglega í sambandi við þig 😉

 4. 4 parisardaman 8 Júl, 2012 kl. 9:55 e.h.

  Normandí er æðislegt svæði og fullkomið fyrir Íslendinga, held ég. Hlakka til að hitta þig í ágúst.

 5. 5 Guðlaug Hestnes 12 Júl, 2012 kl. 8:21 f.h.

  Leitt er ef bloggnennan er búin, mér finnst svo gaman að fylgjast með ykkur dömunum í útlandinu. Á eina slíka, og þið eruð svo margar. Gætir þú hugsanleg hresst uppá okkur öll með haustinu? Kær kveðja frá heitri sól Kaliforniu, Guðlaug Hestnes.

 6. 6 parisardaman 14 Júl, 2012 kl. 8:21 e.h.

  Jájá, ég geri það áreiðanlega, ég er svoddan fíkill. Kær kveðja til þinnar elskulegu fjölskyldu í Kalíforníu 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: