Ferðasaga frá París

Nú geta allir lesið ferðasögu Hildigunnar frá París, inn eru komnir dagur eitt og tvö. Ég get hiklaust mælt með íbúðaskiptum og langsniðugast er að vera tiltölulega snemma á ferðinni til að geta spáð í tilboð og fengið miða á góðu verði með hinum ýmsu flugfélögum sem bjóða ferðir til Parísar. Um að gera að senda mér auglýsingar, ég kem þeim ókeypis á framfæri. Einnig eru til góðar síður eins og t.d. Airbnb.com og fleiri sem bjóða upp á íbúðaskiptaauglýsingar og ná líklega til fleiri útlendinga en mín síða gerir.

Það er segin saga að áður en maður skilur íbúð sína eftir fyrir ókunnuga, tekur maður alveg rosalega vel til, þrífur alls konar skúmaskot sem maður hefur lengi litið hornauga og lagar hluti sem mann hefur lengi langað til að nenna að laga. Dálítið eins og að halda góða veislu, ágætis hreinsun sem felst í þessu ferli.

Ég dáist að Hildigunni fyrir að vera svona dugleg að skrifa ferðasögur, sjálf hef ég alltaf uppi háar hugmyndir um að halda dagbók um það skemmtilega sem maður gerir í fríum svo aðrir geti þá nýtt sér upplýsingar, en ég held ég verði að horfast í augu við að ég er bara ekki þessi týpa. Ferðalagið okkar um Suður-Frakkland var býsna vel heppnuð, ég lofa að setja inn nokkrar myndir og nöfn á þorpum, söfnum og veitingahúsum sem vert er að heimsækja. Eða bara til að þið getið öfundað mig. Eða samglaðst. Eða eitthvað.

Til hamingju með regnbogalitu gönguna í dag, mér sýnist á öllu að borgarstjórinn sé hetja dagsins. Hið besta mál!

Lifið í friði.

2 Responses to “Ferðasaga frá París”


  1. 1 hildigunnur 11 Ágú, 2012 kl. 8:30 e.h.

    Endilega ferðasögu frá Périgord með sem allra mestu matarklámi (áttekki myndir? – klikkaði reyndar á því að taka mynd af namminu sem þið komuð með í forrétt!)

  2. 2 Guðlaug Hestnes 18 Ágú, 2012 kl. 11:58 e.h.

    Ferðasögur eru nauðsynlegar, en sennilega aðallega fyrir mann sjálfan svo ótrúlegt megi virðast. Enginn annar en maður sjálfur getur virkilega upplifað það sem fyrir eyru og augu ber. Myndir úr yndislegasta fríinu „ever“ eru oft á tíðum latína fyrir aðra, en ég allavega lifi mig oftast inn í ferðaopplevelsi annarra! Kærust kveðja í franskan bæ.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: