Sarpur fyrir september, 2012

Trouvailles V

Um daginn gortaði ég hástöfum af frábærum markaði í Frakklandi. Ég mæli innilega með ferð til Frakklands með viðkomu á mörkuðum en ekki má heldur gleyma að á Íslandi er fullt af meiriháttar stöðum þar sem hægt er að gera afar góð kaup. Góði hirðirinn, Samhjálp og fleiri eru með litlar búðir víðsvegar um borgina en uppáhalds, algerlega uppáhalds markaðurinn minn er þó alltaf búð þeirra Dísu og Betu á netinu, Eigulegt. Þær hafa ótrúlega næmt auga og það er nánast ómögulegt að finna þýskt og hvað þá skandínavískt á mörkuðum í Frakklandi. Skandínavísk hönnun er orðin þvílík lúxusvara hér að það er nánast ómögulegt að finna gersemar þaðan á verði nískupúkans sem ég er. Þær á Eigulegt eru hins vegar sjúklega miklir hippar og verðleggja hlutina þannig að fólk með blæti getur alveg sleppt sér ansi reglulega.

Sem ég sumsé gerði á dögunum, því rétt eftir að ég hafði stillt hér upp minni íðilfögru skál á fæti, rakst ég á eina frá Funa á eigulegt. Mér fannst þetta vera þannig að ég bara yrði að taka áskoruninni um að leyfa Norðri og Suðri að hittast. Og hér sést hvað þær fara vel saman, hvað franska skálin unir sér vel þarna við hliðina á alls konar íslenskum eðalgripum (ég er búin að sannfæra mömmu um að svona gripir séu fullkomin fjárfesting og að þetta „dót“ muni borga elliheimilið fyrir börnin mín).

Íslenskt knúzar franska skál

Aftast á myndinni má sjá Birki-snafs, sem fagur hópur reykvískra kvenna gaf mér um daginn. Hef ekki enn smakkað, en það er bara því ég er svo þæg akkúrat núna, ég hlakka mikið til að prófa.

Þegar ég pantaði og borgaði fyrir skálina á fæti, fylgdi þessi líka fíni rauði vasi með í kaupbæti, en hann er víst smá skörðóttur þó ég sjái það nú reyndar varla sjálf. Ég var nú ekkert að biðja um hann, en honum hafði verið stungið með í pakkann til Parísar. Hér má sjá hvað vel fer á með honum og þessum sem ég sníkti út úr móður minni um jólin.

Annar kom með Icelandair, hinn með WOW

Lifið í friði.


Nýlegar athugasemdir

parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó
Elín Kjartansdóttir um rafmögnuð kona
juliann um agnetha