Blogg fyrir þá sem laumulega hafa fyllt mig samviskubiti með því að kvarta almennt yfir fækkun virkra blogga

Það er liðinn rúmur mánuður síðan síðast! Og ég er orðin ári eldri!

Ég er ekkert hætt að blogga, það er bara bloggið sem er hætt með mér. Eða eitthvað. Eða ekkert. Ég veit það eiginlega ekki. Veit ekki hvað ég ætla mér að gera. Um daginn var ég næstum því búin að loka þessari síðu, láta hana hverfa. En svo gat ég það ekki. Þessi síða er fáránlega mikill hluti af mér.

Um daginn ræddi ég við konu sem sagði mér að stundum titlar hún sig „writer“ þegar hún er spurð hvað hún gerir. Hana langar í raun til að skrifa, en hefur samt ekki látið af því verða. Pabbi minn trúir því statt og stöðugt að ég eigi að skrifa bók. En ég get ekkert bara sest niður og skrifað bók. Bókin verður að vera um eitthvað. Og þá um hvað? Ég held að ég sé aðallega hrædd við að lenda í því sama og ég óttast stundum hér (og á feisbúkk) ég get aldrei annað en verið rosalega persónuleg og hreinskilin. Jújú, mér tekst auðvitað að leyna ykkur ýmsu. Mentir par omission. Ljúga með því að þegja. En samt …

Alla vega kemur bráðum út bók í þýðingu minni. En ekki strax samt. Eitthvað svona markaðsútreiknað dæmi sem ég er ágætlega sátt við. Það geta ekki allir sigrað í jólabókaflóðinu. Sem er nú byrjað. Og ég er búin að kaupa eina jólagjöf (í viðbót við það sem var keypt í Tógó til að stinga í pakka). Þetta var útúrdúr.
Ég tek sjaldan þátt í jólabókaflóðinu sem virkur lesandi. Hef í mörg ár verið of mikill námsmaður og eiginlega bara alltaf of fátæk til að geta leyft mér að kaupa nýútkomið. Kjöt af nýslátruðu er fyrir fínna fólk en mig. Getur alveg verið frústrerandi en að vissu leyti samt ágætt. Jólabókaflóðið er náttúrulega rugl. Gamal stöffið er oft alveg nógu gott fyrir mann. Ég las einmitt La vie devant soi (til á íslensku Lífið framundan, þýð. Guðrún Finnbogadóttir) um daginn. Í þriðja skiptið. Hrikalega er það nú góð bók. Ég les annars lítið af skáldsögum, þannig. Því ég þykist vera að fræðast. En það er einmitt mál sem ég lýg um með þögn. Uss!

Lifið í friði.

7 Responses to “Blogg fyrir þá sem laumulega hafa fyllt mig samviskubiti með því að kvarta almennt yfir fækkun virkra blogga”


 1. 1 Harpa 11 Okt, 2012 kl. 2:01 e.h.

  Kjöt af nýslátruðu 🙂 Ég er því miður yfirleitt allt of blönk til að kaupa nýjar bækur. En sem betur fer eldast góðar bækur vel.
  Og auðvitað áttu að skrifa bók, nema hvað!

 2. 2 parisardaman 11 Okt, 2012 kl. 11:25 e.h.

  Haha! Sjáum til.

 3. 3 Glúmur Gylfason 12 Okt, 2012 kl. 4:00 e.h.

  Loksins, loksins

 4. 4 hildigunnur 12 Okt, 2012 kl. 10:15 e.h.

  já mitt er eiginlega bara orðið ferðablogg. Ætlaði ekki að skrifa um þessa Stokkhólmsskotferð en svo var gærdagurinn svo skemmtilegur að það getur vel verið að ég freistist :p

 5. 5 parisardaman 14 Okt, 2012 kl. 9:55 f.h.

  Það er nú svolítið kúl að vera það mikið á faraldsfæti að geta haldið úti ferðabloggi.

 6. 6 Solla amma 17 Okt, 2012 kl. 6:47 e.h.

  Ég er einn af laumufarþegunum. Gaman að lesa. Guðlaug Hestnes

 7. 7 Guðlaug Hestnes 7 Des, 2012 kl. 11:22 f.h.

  Og hvað er svo að frétta frá París? Með kærri kveðju.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s





%d bloggurum líkar þetta: