Sarpur fyrir september, 2013

Frakkar eru hræddir við rigninguna

Það verður víst rigning í dag. Ég sem ætlaði að burðast út með hjól krakkanna, pumpa í dekk og smyrja. Hjólin hafa nefnilega ekkert verið tekin út í sumar og það er bara ekki hægt. Í gær var sumar, 23ja stiga hiti og sól. Þá voru krakkarnir lokaðir inni í skólastofu og ég að vinna. Í dag erum við næstum alveg í fríi og þá er rigning. Ég er reyndar jafnvel að spá í að athuga hvort ég geti pumpað Íslendinginn upp í þeim og við bara gefið skít í rigninguna, pumpað í dekkin og smurt keðjurnar og farið í hjólatúr í rigningunni. Kannski er ég sjálf orðin of frönsk, því mér datt þetta ekki í hug fyrr en ég fór að kvarta yfir rigningunni skriflega hér. Þetta er í fjórða eða fimmta skipti á skömmum tíma sem flögrar að mér að ég sé orðin of frönsk. Þarf ég að hafa áhyggjur?

Lifið í friði.


Nýlegar athugasemdir

parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó
Elín Kjartansdóttir um rafmögnuð kona
juliann um agnetha