Ég veit ekki alveg hvernig ég fer að því að gabba sjálfa mig svona, en af því ég þarf ekki að mæta í vinnu í dag fannst mér einhvern veginn eins og ég myndi bara liggja í sófanum með bók og kannski ná að spjalla við einhverja vini sem ég hef dissað undanfarið í síma og svona.
Ég þurfti hins vegar að vakna korter í átta, fara með þrjá snáða í Aïkido, nýta tímann á meðan í að fara á markaðinn og staulast sliguð með matinn í bílinn. Koma drengjunum heim, matnum í skápa og hafa til hádegismat (upphitað af markaðnum). Nú erum við búin að úða í okkur matnum og ég þarf að skutla Sólrúnu í gítar og fara með Kára að kaupa afmælisgjöf, koma honum svo á hljómsveitaræfingu og svo er planið að ég rjúki niður í bæ að sjá íslenska rithöfunda og glæpasögusérfræðing tala um glæpó og Íslendingasögur og svona EF mér tekst að koma krökkunum á einhvern sem getur komið þeim úr tónó, heim að skipta um föt og í afmæli. Og helst líka úr afmæli svo ég þurfi ekki að flýta mér heim.
Dæmigerður næs laugardagur þar sem ég þarf ekki að vinna?
Vinsamlegast athugið að ég er ekki að kvarta, meira bara svona að gera létt grín að sjálfri mér og hversdagnum.
Lifið í friði.
Nýlegar athugasemdir