Haust

Enn og aftur er komið haust, skólarnir byrjaðir og lífið að fara í skorðurnar sem sumarið riðlar alltaf til. Reyndar á ég erfitt með að tala um haust hér í París, enda þrjátíu stiga hiti og ég ekki farin að vinna neitt að ráði. Tutla við undirbúning kennslunnar sem byrjar í næstu viku og er reyndar í dag að rifja upp það sem ég þykist vita um Mont Saint Michel, en þangað held ég á morgun með vinkonur frá Íslandi.
Við ætlum að prófa að nýta okkur dagsferðartilboð með lest, förum frá Montparnasse lestarstöðinni klukkan hálfátta í fyrramálið og komum til baka klukkan tíu um kvöldið. Lestin gengur ekki alla leið að eyjunni, en rúta bíður okkar við lestarstöðina í Normandí og flytur okkur til baka í tæka tíð fyrir lestina um kvöldið. Spennt að sjá hvort ég geti mælt með þessum ferðamáta. Allt til að nota bílinn sem minnst!

Ég sé að ég bloggaði síðast um yfirvofandi baðherbergisframkvæmdir og var þá að leita að mönnum í verkið. Ég fékk að lokum konu til að taka þetta að sér og þótt ég hafi greitt stórfé fyrir þetta var ómetanlegt að allt stóðst eins og stafur á bók. Hún kom þegar hún sagðist ætla að koma og lauk á tilsettum tíma. Munur miðað við karlana sem höfðu svikið mig trekk í trekk.

Þetta gerðist rétt áður en ég fór til Íslands í sumarfrí og enn hef ég því ekki sett upp hillur, snaga og ljós, né fundið rétta skápinn fyrir handklæðin. En fallegt er það sem komið er, maður mín. Ég hef aldrei verið með fallegt baðherbergi, held ég. Eða jú, það var reyndar ansi krúttlegt og næs hjá mér á Þórsgötunni forðum, pínulítið baðkar undir stiga. Ég held samt að ég eigi ekki myndir af því.

Ég sé það fyrir mér að eyða löngum stundum í þessu baðkari, en veit ekki hvort ég muni hafa tíma til þess. Kennsla fjóra daga í viku, kóræfingar, pilates, hlaupáskorun og auðvitað að eiga meiri tíma með vinum og fjölskyldu. Jájá, það vantar ekki áramótaheitin hér á þessum bæ. Eins gott að ég er frekar slök gagnvart því að standa við þau!

Lifið í friði.

0 Responses to “Haust”



  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




Nýlegar athugasemdir

parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó
Elín Kjartansdóttir um rafmögnuð kona
juliann um agnetha

%d bloggurum líkar þetta: