Litlu minningarbrotin

Þegar man hamast, fer hugurinn oft á fullt. Nú hjóla ég í vinnuna og þótt ekki þýði að vera með hugann á of miklu flugi út í buskanum þegar hjólað er í morgunumferðinni í París, næ ég stundum að fara á smá flug á leiðinni heim, enda er það oftast um miðjan dag eða hefur alla vega verið undanfarið því nettengingin í Sorbonne hefur verið óþolandi léleg og betra að vinna heiman frá sér þegar ekki er verið að kenna.

Um daginn fékk ég svona minningaleiftur um forláta skíðahjálma sem pabbi minn kom með frá útlöndum handa okkur systrum, löngu áður en slíkur búnaður fór að þykja eðlilegur. Á hjálminum var einhvers konar skel sem passaði beint á hökuna. Hjálmurinn var sem sagt ekki festur undir hökuna heldur lá þessi skel á hökunni henni til varnar. Mér fannst þetta eitthvað svo stórmerkilegt sem krakka, að það væri líka passað upp á hökuna, ekki bara hlutann sem varðveitir heilann. Og mér fannst alltaf svo mikilvægt að þessi skel væri á nákvæmlega réttum stað, stundum þurfti ég margar tilraunir áður en það gekk upp, því skelin rann til á bandinu.

Hvílíkt sem ég væri til í að handfjatla skíðahjálminn minn aftur. Mér þótti hann með því fegursta og besta sem ég hafði átt í einhvern tíma eftir að ég fékk hann. Ég man alls ekki eftir tilfinningu um að fara hjá mér við að vera allt öðruvísi en aðrir skíðakrakkar. Hef ég bælt það niður eða náði ég bara að finnast ég töff með hjálm? Ég sem var oft svo óþolandi meðvituð og hrædd við að vera öðruvísi. Samt líka alltaf svo mikill besservisser og nett vírd líklega þótt ég væri fríkað flínk í að falla í hópinn.

Þessi hugleiðing varð allt öðruvísi en ég hafði hugsað í upphafi. En það er nú hið besta mál. Lifið í friði.

0 Responses to “Litlu minningarbrotin”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
Nýlegar athugasemdir

parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó
Elín Kjartansdóttir um rafmögnuð kona
juliann um agnetha

%d bloggurum líkar þetta: