Archive for the 'tölvuspurning' Category

word

Word er alltaf að frjósa hjá mér. Þetta byrjaði þegar maðurinn minn opnaði mjög þungt skjal frá vinkonu okkar sem hann fór yfir og leiðrétti. Word frýs og tölvan byrjar að hamast. Það eina sem ég get gert er að þvinga Word burt (force to quit). Þetta hefur líklega tekið um hálftíma, þrjú korter af vinnu minni í dag. Einhver ráð?
Ég verð að hafa Office, út af þýðingavinnunni. Ég verð að vinna verkefnin í Word, svo kennarar geti lesið þau, er annars nokkuð hægt að setja neðanmálsgreinar í TextEdit?

Lifið í friði.

mánudagur og sumarið fer að koma eða ekki

Eva Joly kom vel út í Silfrinu.

Ég skemmti mér vel um helgina.

Það stefnir í hörkupúlviku.

Ég nenni því ekki.

Ég er svöng en nenni ekki að fara fram og fá mér eitthvað.

Mig langar til að það fari að hlýna, er ekki komið nóg af vetrartíð?

Mig langar til að fá hluti á hreint, hvað á ég að gera í sumar? Koma heim eða vera hér í veikri von um að Íslendingar ákveði að slá til og ferðast?
Er einhver með vinnu handa mér heima í sumar? Ég er opin, hógvær (jeræt, en ég meina að ég get unnið næstum hvað sem er þó ég hafi heitið því að skipta ekki á kúkableiu fullorðins ókunnugs einstaklings aftur), ég kann ensku og frönsku, vön því að eiga við fólk og leysa úr ótrúlegustu vandamálum, skítfær á tölvu (excel er þó mín fötlun), í sæmilegu líkamlegu formi.

Lifið í friði.

gengið er undarlegt

Ef ég reikna 199 evrur á genginu 147 sem er það síðasta sem ég heyrði í fréttum frá Íslandi, fæ ég út rúmar 29.000 krónur.

Ef ég reikna 199 evrur á myntbreytinum í tölvunni minni fæ ég út 57.000 krónur.

Hvað er í fokking gangi? Það var tekið fram í fréttum að Evrópubankinn hefur ekki skráð íslenskt gengi síðan 3. desember, og er krónan því skráð þar í 290 krónum. Sem er einmitt gengið sem tölvumyntbreytirinn minn notar. Hverju á ég að trúa?

Lifið í friði.

urr

Það er geisladiskur inni í tölvunni minni en hún lætur eins og hann sé ekki þar. Hvað á ég nú til bragðs að taka?

Lifið í friði.

áfall í höllinni

Þetta hefur nú ræst og við vorum ekki mjög hrifin af útkomunni, ég og ferðalangarnir sem vorum þarna á sunndaginn. Ég hafði látið fréttir af þessu fram hjá mér fara, en hér hafa víst orðið mjög sterk viðbrögð eins og venjulega þegar svona ögrandi gjörningar eiga sér stað.
Ég skil hreinlega ekki í listamanninum að samþykkja að vera sýndur í þessum ofurskreyttu sölum. Risavaxin „uppblásin blaðra“ eyðileggur gersamlega áhrifin af Speglasalnum, „upplásinn humar“ beint fyrir framan málverkið af Marie-Antoinette er ekkert annað en svekkelsi. Ég er ekki frá því að þarna hafi listasnobb náð sínum hæstu hæðum, það hreinlega lyktaði allt þarna inni af kampavínsboðinu sem hefur eflaust farið fram þarna við opnunina, maður sá fyrir sér listaverkasafnara, auðmenn og rassasleikjandi listamennina strjúka hver öðrum og spyr sig, hvert fór stjórnarbyltingin eiginlega með okkur?

Lifið í friði.

knowing me

Ég vissi og fann að ég gæti ekki gert neitt af viti fyrr en ég væri búin að laga þetta og VOILA! Gerði það alveg sjálf.
Hér kemur sem sagt viðvörun til allra sem ætla að færa sig:
Farðu fyrst inn í template-ið og taktu afrit af því. Gerðu „Select All“ og „Copy“ og límdu afrit inn í textaskjal sem þú vistar svo.

Þegar þú ert búin að flytja þig getur það sem sagt gerst að íslensku stafirnir brenglast eins og gerðist í listunum mínum. Ég skoðaði þá í template-inu og þar voru þeir brenglaðir. Þá fór ég yfir í textaskjalið mitt og valdi þessa lista alveg frá fyrstu fyrirsögn og niður í síðasta tengil, tók afrit, fór yfir í template og valdi þar allt þetta sama (sem var ruglað) og límdi úr textaskjalinu yfir.
Ef þú skilur þetta ekki, er það ekki vegna heimsku, ég kem ekki alveg orðum að þessu og ætla núna að drífa mig í annað.
Ef þú þarft nánari útskýringar er nóg að biðja um þær.

Lifið öll í friði og spekt.

hjálp hjálp

Ég sé alla tenglana mína brenglaða. Hvað á ég að gera?
Hvernig sérð þú þá?

Hjálpið mér þið sem kunnið svo margt og ég ekki neitt.

Lifið í friði en ekki fyrr en mér hefur verið bjargað.