Archive for the 'tónleikar' Category

fílahjörð rumskar

FRÉTTATILKYNNING: Í þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, 7.maí, kl. 21:
Fílahjörðin rumskar eru tónleikar til styrktar Steingrími Eyfjörð Guðmundssyni, sem einnig er þekktur sem Hawaígítarundrið (KRAMDA HJARTAÐ), kvikmyndatónskáld, lagahöfundur, hagyrðingur, kórstjóri og svo ótalmargt fleira…Snillingurinn Steingrímur hefur nú háð stranga baráttu við hvítblæði í um það bil hálft ár og varið tímanum lengst af á Landspítalanum, en að lokinni meðferð hér heima fer hann í mergskiptaaðgerð í Svíþjóð. Varla þarf að taka fram að svona veikindi höggva gríðarlegt skarð í fjárhag hvers og eins sem í því lendir, hvað þá nánustu fjölskyldu.
Því hvetjum við alla aðdáendur, vini og velunnara Steingríms til að mæta á styrktartónleikana og skemmta sér í leiðinni.
Fram koma Sýrupolkasveitin Hringir ásamt Möggu Stínu, nýstirnin í Comedy-rockhljómsveitinni Skelkur í bringu, gleðibankarnir Úlfur Eldjárn & Músíkhvatur, gamla góða, eina og sanna Stórsveit JÚPITERS og sjálfur Dóri Dragbít.
Aðgangseyrir er 1200 kr. (má borga meira – það rennur líka beint til Steingríms).
Veitingar verða seldar á vingjarnlegu verði.
Þeir sem ekki komast geta styrkt hann með framlagi á reikning 0513-14-402093 kt. 080160-3139.
Fyrir utan sjálfa tónlistarmennina kunnum við öllum sem gera þetta mögulegt bestu þakkir fyrir hjálpina.

Tók þetta beint frá Dr. Gunna, óklippt.

Lifið í friði.

Af hlaðborði aldarinnar

Þar sem lesendur þessarar síðu eru mathákar miklir vil ég nota tækifærið og plögga ráðstefnu sem verður haldin 27. september næstkomandi í Iðnó klukkan 14-17. Hún ber heitið Af hlaðborði aldarinnar. Áfangar og áræðni í íslenskri matarmenningu. Fjallað verður um upphaf veitingasölu, matarmenningu á tímum hafta og skömmtunar, ímynd íslenska eldhússins, tilraunir íslenskra stjórnvalda til að reka veitingastað í London (þar sem gert var út á viðkvæmt lambakjöt og fögur fljóð), stöðlun matarsmekks og djarfar tilraunir til þess að víkja frá hefðbundnum matreiðslumáta. Ég er sjálf ráðstefnustjóri og ég get lofað ykkur því að þetta verður bráðskemmtileg dagskrá. Að ráðstefnunni stendur félagið Matur – saga – menning, í samvinnu við Sagnfræðingafélag Íslands og Reykjavíkur Akademíuna.

Dagskrá

 • 14:00 Setning málþings – Laufey Steingrímsdóttir, formaður félagsins Matur – saga – menning, býður gesti velkomna.
 • 14:05 Margrét Guðjónsdóttir: Skáli um þjóðbraut þvera. Upphaf greiðasölu á Íslandi.
 • 14:35 Magnús Sveinn Helgason: Hófleg neysla og hóflegt vöruframboð. Hömluleysi og sóun sem vandamál kapítalískra neysluhátta.
 • 15:05 Guðmundur Jónsson: Vísitölubrauðin: Hvernig hið opinbera mótaði brauðsmekk Íslendinga.
 • 15:35 Sólveig Ólafsdóttir: Meyjarhumar og hákarl. Íslenskt matarsetur í Lundúnum.
 • 16:05 Rúnar Marvinsson: Vakning á Búðum. Puntstrá og villibráð
 • 16:35 Umræður.

Fundarstjóri er Unnur María Bergsveinsdóttir, verkefnisstjóri Miðstöðvar munnlegrar sögu.

Og það er ekki allt búið… Í lok ráðstefnunnar efna félögin til hátíðarkvöldverðar í Iðnó og hefst dagskráin með fordrykk kl. 19.00. Gengið verður til borðs kl. 20.00 og á boðstólnum verða sýnishorn af hátíðarréttum liðinnar aldar.

Matseðill

 • Forréttur:
  Dádýracarpaccio með furuhnetum og fetaosti.

 • Milliréttur:
  Rækjukokteill með ristuðu brauði.

 • Aðalréttur:
  Fjallalamb níunda áratugarins.

 • Eftirréttur:
  Bóndadóttir með blæju. Kaffi, koníak eða líkjör

Veislustjóri verður Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur og ræðumaður kvöldsins mun varpa ljósi á mat úr óvæntri átt.

Miða á á hátíðarkvöldverðinn má fá hjá Sólveigu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Reykvíska eldhússins (solveig@simnet.is s. 8921215) eða Unni Maríu Bergsveinsdóttur framkvæmdastjóra ráðstefnunnar (unnurm@bok.hi.is s. 6910374). Miðaverð er kr. 8.000. Vinsamlega tryggið ykkur miða í tíma þar sem sætafjöldi er takmarkaður.

Ráðstefnan er hluti, og einskonar opnunargilli, sýningarinnar Reykvíska eldhúsið – matur og mannlíf í hundrað ár

Þið megið gjarnan láta orðið berast. Og auglýsa ráðstefnu/kvöldmat/sýningu á vefsíðunum ykkar þyki ykkur þetta nógu athyglisvert. Flyer með dagskrá ráðstefnunnar/kvöldverðar er að finna hér og auglýsingu fyrir sýninguna hér.

Þetta var tekið hrátt af síðu fundarstjórans Unnar.

Lifið í friði.

Tónleikar i kvöld

Í kvöld, 21. febrúar.
Olivier Manoury Quartet
Staður: Le Triton, 11bis, rue du Coq Français, Les Lilas (metró: Mairie des Lilas).
Mæting kl. 20:30, tónleikar hefjast kl. 21. Aðgangseyrir 15 evrur.
Pantanir: 01 49 72 83 13.

Og 27. febrúar verður sami kvartett með tónleika í New Morning í 10. hverfi í París.
Húsið opnar kl. 20, tónleikar hefjast kl. 21.

Lifið í friði.