Posts Tagged 'jól'

jólatré og einiberjarunnur

Á hverju kvöldi dansa ég í kringum ímyndað jólatré með börnunum til að æfa þau upp fyrir jólaballið. Í gærkvöldi stakk Kári upp á því að pabbinn léki jólatré. Hann samþykkti það ekki en við ætlum að vinna í því máli.
Ferlega er Einiberjarunnurinn alltaf langur. Og mig vantar eina athöfn, fyrst er þvegið, þá undið, hengt upp, teygt og straujað… ah, og nú kemur það þegar ég skrifa um þetta, á laugardeginum eru gólfin þvegin. Ég var alveg föst í þvottinum fram á sunnudag. Spurning: gangið þið inn kirkjugólfið að kvöldi eða líka að morgni?

Lifið í friði.