ísland í dag

Er það ekki sorglegt að um leið og ég get sagt útlendingum sem spyrja mig um landið mitt að veðrið hafi stórbatnað þar á síðustu árum, neyðist ég samt til að vara þá við því hvað það er hrottalega dýrt að lifa þar? Er það ekki ótrúlegt að Íslendingum finnst París dýr, og eru oft að reyna að sannfæra mig um að bjórinn heima kosti 300 krónur. Þau eru þá að tala um bari sem þau færu aldrei sjálf inn á, og þar að auki með tölur frá því fyrir þremur árum. Þetta er mjög algengt, Íslendingar virðast almennt hafa brynjað sig gegn háu verðlagi og eru alltaf að reyna að sannfæra sig og aðra um að það sé í það minnsta þess virði að borga of hátt verð fyrir hlutina því landið sé svo skemmtilegt og loftið svo gott.

Nú er Ísland að breytast í stóriðnaðarland, að mér skilst. Er ekki kominn tími til að verð á Íslandi verði líkara verðlaginu annars staðar í heiminum?

Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að smæð markaðarins og einangrun okkar gerir okkur erfiðara fyrir, en samt… ég held að styrkur markaðsaflanna sé aðallega fólginn í því að lýðurinn lætur allt yfir sig ganga og mótmælir aldrei almennilega. Hvers vegna vantar samstöðu og kraft til að mótmæla verðlaginu? Sigríður heimspekingur sagði að það væri margra alda hefð fyrir kúgun Íslendinga og við ættum því erfitt með að brjótast undan henni. Mér er sagt að nú sé dálítið komið „í tísku“ að mótmæla. Kannski það sé leiðin til að knýja kraft í liðið, fá einhvern BubbaSvavarÖrnSirrýhvaðþauheitanúöllsömul til að segja opinberlega að þetta sé IN og þá gerist eitthvað?

Lifið í friði, en látið ekki ganga yfir ykkur.

2 Responses to “ísland í dag”


  1. 1 Bryn&Co 11 Ágú, 2004 kl. 6:56 e.h.

    Mer skilst ad hollenskir kartoflubaendur standi fastir i theirri tru ad a Islandi se ein staersta svinaraekt Evropu. Alla vega sagdi einn theirra ad hann seldi naer allan thann hluta uppskeru sinnar aetladar i dyrafodur til Islands.
    Og svo forum vid i Hagkaup og borgum mordfjar fyrir thetta!

  2. 2 meó 12 Ágú, 2004 kl. 11:31 f.h.

    Dálítið misheppnuð tímasetning á dýrtíðartali vegna frétta í íslenskum blöðum í dag um að París sé ásamt Osló, dýrasta borg Evrópu! Skyldu þeir hafa gleymt Reykjavík? Því það er auðvitað ekki hægt annað en vera sammála þessu með dýrtíðina á Íslandi og ekki bara á bjórnum: ég missti allt verðskyn þegar ég flutti heim frá Parísarborg og hef ekki fundið það aftur á fimm árum. Sérstaklega er verðskynið á matvæli slæmt… bara skil ekki verð á mat.
    Í Fréttablaðinu í gær að mig minnir var verið að ráðleggja fólki að skoða upplýsingar um kílóverð við innkaup í stórmörkuðum: greinilega þýddar ráðleggingar, því í íslenskum stórmörkuðum er afar afar sjaldgæft að kílóverð sé gefið upp nema á ferskvöru. Og þá er spurning hvort það sést. Hvenær á að gera uppreisn gegn hörmulegum verðmerkingum í íslenskum stórmörkuðum og þá ekki síst á grænmeti? Hver hefur tíma til að leita að smáa letrinu á spjöldunum sem hanga í meters fjarlægð yfir grænmetisborðinu? Það á ekki að þurfa að eyða tíma í að leyta að verðinu á matnum sem maður er að kaupa, það á að standa skýrt og greinilega á vörunni sjálfri eða við hana, ekki á spjöldum uppi á vegg sem kostar hálsríg að góna á. Og hvenær fáum við að vita hvað kílóið af Cherriosinu kostar? 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: