Sarpur fyrir mars, 2009

draumur

Mig dreymdi skrýtinn draum í nótt. Í draumnum var kona að nafni Guðrún mjög áberandi án þess að hafa nokkru hlutverki að gegna öðru en að vera áberandi og eiginlega truflandi. Mig langar að vita hvað nafnið Guðrún á að tákna í draumi.

Annars sit ég og rifja upp kynni mín af henni Anne Dacier. Hún var nú meiri hörkugellan. Ef ég kemst einhvern tímann niður á 17. öld í París, leita ég hana uppi, kannski kynnir hún mig fyrir konungi.

Lifið í friði.

hvítarusl

Ég fékk hvílík sýnishorn af íslensku hvítaruslpakki í gær. Það var undarleg lífsreynsla.

Lifið í friði.

minni á

Kaffisamsæti á Babalú á Skólavörðustíg 22 kl. 20 í kvöld. Ég gæti orðið smá sein, en reyni eins og ég get að vera tímanlega.

Lifið í friði.

latt

Latasti letidagur í langan tíma.
Ég hef áhyggjur af því hvað mér leiðist bloggið mitt þessa dagana. Sem betur fer eru önnur blogg.
Ég hef líka áhyggjur af því hvernig ég á að raða vikunni upp og ná að hitta sem flesta án þess að það bitni um of á náminu. Samviskubitið er farið að gera vart við sig viku áður en ég fer heim. Það er ekki gott mál.
Ég nýt þess að hafa áhyggjur, það er í sjálfu sér áhyggjuefni. Best að sökkva sér í Vonarstræti sem mér lánaðist um daginn og þarf helst að skila á morgun eða hinn.

Lifið í friði.

yfirstaðið

og allt í þokkalegu fína. veit ekki hvað ég talaði lengi eða hvort ég kom út eins og bjáni eða hvað…

Lifið í friði.

svefn

Ég svaf í alla nótt, frá því ég lagði höfuð á kodda og þar til ég… vaknaði. Klukkan var þá korter yfir sjö, en ekki korter yfir eitt, tvö, þrjú og fimm eins og síðustu nætur, eða alveg síðan ég kom.

Ég vona samt að stressið sé ennþá þarna innan í mér, stressið hjálpar mér til að komast í gegnum hlutverkið.

Ég var búin að ákveða að vera í doppótta hörkjólnum mínum. Ég stend við það, en er vitanlega í norskum undirfötum frá toppi til táar undir. Snjókoma og skítakuldi. Eigum við að ræða það eitthvað eða…?

Lifið í friði.

illt í efni

stressið magnast og ég er gersamlega blokkeruð

ég finn ekki vinkilinn, og ég hef 16 klukkustundir til stefnu

mér er um og ó

Lifið í friði.

kaffisamsæti II

Kaffisamsæti á mánudagskvöldið. Hvernig líst liðinu á það? Viljið þið frekar blogghittingskveðjubla síðar í vikunni?

Arngrímur segir að kaffið sé dýrt á Hljómalind. Er einhvers staðar ódýrt kaffi í Reykjavík? Án hávaða? Helst.

Látið nú í ykkur heyra lömbin mín. Hjörtun mín. Kúkrassarnir mínir. Ég er greinilega undir áhrifum pælinga um gælunöfn sem eiga sér stað á snjáldrinu einmitt núna. Sem ég reyndar tók ekki þátt í vegna leti.

Nú er það Fúkki.

Lifið í friði.

kaffisamsæti

Þar sem ég er orðin leið á að nota orðið hittingur, sem mér hefur alltaf þótt hálfundarlegt orð, vil ég boða til kaffisamsætis í næstu viku. Það verður að vera að kvöldlagi svo sem flestir geti mætt. Ég sting hér með upp á miðvikudagskvöldinu klukkan tja, 8. Eftir mat. Sátt við það? Er Hljómalind opin á kvöldin? Ef svo er finnst mér það fínn staður að hittast á. Ef ekki er ég alveg týnd í kaffihúsamenningu Reykjavíkurborgar. Komið með hugmyndir og biðjið um hliðranir ef miðvikudagur hentar ekki. Ég er sveigjanleg þó ég sé þrjósk. Og upptekin.

Allir velkomnir!

Lifið í friði.

einbeitingin

skolaðist af mér í sjónum eða drukknaði í ljúffengri linsubaunasúpunni

eða eitthvað

Mig langar út að labba. Djöfull er frústrerandi að vera á Laugaveginum á bíl. Get ekkert sagt ykkur um sögurnar af andlátinu, en sýndist þó vera eitthvað af búðum þarna. Og Hljómalind er fögur sem fyrr.
Þangað kom Einar og heilsaði upp á mig. Ég rétt missti af Gumma, en fékk loksins að heilsa upp á Véstein. Einar segir að ég eigi að læra á kvöldin og nota dagana í að hitta fólk og svona. Kannski er það rétt hjá honum því ég valt út af klukkan tíu í gærkvöldi eftir langan vinnudaginn. Sé til hvort ég nái að vinna eitthvað í kvöld og endurskoða þá prógramm næstu daga.

Lifið í friði.


Nýlegar athugasemdir

hildigunnur um Ósýnileiki
showerhead Percolato… um
parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó