sumir dagar

Sumir dagar eru þannig einhvern veginn að manni finnst maður hafi vitað það allan daginn að best hefði verið að liggja í rúminu.

Enginn túristi (önnur vikan í röð, þetta er greinilega búið núna). Enginn baksýnisspegill. Eintómt rugl með öryggisgræjuna sem ég ætlaði að festa á gluggann. Byrjaði vitanlega í stofunni, hefði átt að vita betur og byrja inni í herbergi, en nú eru tvær holur í gluggakarminum í stofunni sem gapa þarna við mér.

Náði þó að gera tvennt sem stóð til lengi og gott að vera búin að:

Keypti mér gallabuxur í fyrsta sinn í þúsund ár að mér finnst. Nú á eftir að sjá hvort ég fari í þær… Þvoði og ryksugaði bílinn (fyrir túristana sem ég ætla að keyra á mánudaginn). Það var þarfaverk, hef ekki þrifið bílinn síðan ég keypti hann… í mars…

Nenni ekki að skrifa meira, enda nennir Kári ekki að ég skrifi meira.

Lifið í friði feita flotta fólk.

0 Responses to “sumir dagar”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: