sveit og sviti

Ég eyddi heitri og sólríkri vikunni í sveitinni hjá Laurence. Laurence býr ein í gömlum sveitabæ á miðjum akri. Hún er með fullt af fallegum trjám í garðinum kringum húsið og maður sér ekki niður á veg. Sælan er hvílík að ég kom heim með öndina í hálsinum og tilkynnti manninum mínum að við ætluðum að flytja í sveit líka. Ég veit ekki hversu lengi ég myndi endast þannig, er dálítið steinsteypubarn í mér, en mér finnst samt þess virði að spá í þetta út frá hamingju barnanna, stærra húsnæði og fleiru slíku. Vendôme er lítil borg með TGV-hraðlest sem er klukkustund til Parísar. Ekki slæmt að finna sér hús í fimm mínútna fjarlægð frá lestarstöðinni en vandamálið er að fleiri hugsa slíkt hið sama og húsin á ákveðnum svæðum hækka hratt og örugglega.
Ég hafði það nú af að misstíga mig þannig í byrjun vikunnar að ég skakklappast um á spelku með bólginn og svartan ökkla. Ekkert brotnaði né slitnaði en ég er ekki til stórræðanna. Þess vegna var ég fegin í vonbrigðunum þegar enginn ferðalangur sýndi sig í göngutúr í dag. Hitinn er illilega hár og sólin yfir sig björt þessa dagana. Kannski ekki við því að búast að Íslendingar séu í miklu göngustuði.
Vinnulega séð var vikan bæði vond og góð. Sumir hlutanna sem við máluðum eru líklega ónýtir, a.m.k. verðum við að byrja upp á nýtt. Aðrir koma hvílíkt flott út. Og í morgun skakklappaðist ég í bókabúð og fann bók sem mun líklega létta okkur lífið þó ég þurfi að fletta ansi mörgum orðum upp. Það er alltaf erfitt að byrja á einhverju nýju, alltaf einhver sértækur orðaforði sem flækist fyrir manni. En gaman líka.
Annars er ekkert að frétta nema gras er grænt, tré eru hvert öðru fallegri, það eru til margs konar skordýr sem sum eru frekar ógnvekjandi en eðlur eru hins vegar einhverra hluta vegna eitt það skemmtilegasta sem maður sér í náttúrunni eins og reyndar líka fuglar. Ha!

Lifið í friði.

0 Responses to “sveit og sviti”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: