ekki hlýða manninum sínum daglega

Í gær ráðlagði Arnaud mér að kaupa helgarmiða í Versali því ég sá á netinu að verð hafði hækkað. Ég var mjög ánægð með að hafa ekki tekið neina áhættu, hef aldrei vitað aðra eins mannmergð og var þar í gær. Við flugum inn framhjá röðinni.

Síðar þann dag fór að rigna í fyrsta sinn eftir sól og hita síðustu vikna. Ég hafði gripið regnstakkinn minn með, aftur að ráði mannsins míns.

Það borgar sig að hlýða. Stundum.

Í morgun fórum við svo á boðaðan fund hjá bankaráðgjafafjármálafulltrúaaðilanum okkar. Ég nennti ekki að fara, taldi okkur ekki eiga neitt erindi við hann, enda höfum við hvorki unnið í lottó né stofnað til skulda, við tjillum bara þarna í kringum núllpúnktinn, jú, víst erum við búin að fá 8 evrur í vexti af þessum sparireikningi sem á að tryggja okkur rólegt ævikvöld (þ.e.a.s. það verða vín og villtir piltar, bara rólegt fjárhagslega sko).
Ég hlýddi manninum mínum og kom með.
Ráðgjafinn, sem er besta skinn, rauðhærður og fer fitnandi, heitir M. Viking og man alltaf eftir því að ég er íslensk og að Arnaud selur bækur, hafði nákvæmlega ekkert við okkur að tala. Þetta eru markaðsblöffarar sem hringja og láta mann samþykkja tíma, krakkarnir þar fá kannski prósentur af öllum stefnumótum sem þeim tekst að narra fólk á. En þó við hefðum ekkert að ræða tókst honum samt að halda okkur í 40 stiga heitri skrifstofunni sinni með vælandi viftu og másandi tölvu (hver þolir PC?) í rúm þrjú korter.

Það borgar sig ekki að hlýða. Stundum.

Lifið í friði.

0 Responses to “ekki hlýða manninum sínum daglega”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: