Hjólað og ljóðað

Stundum verða til sögur eða ljóðlínur eða eitthvað sem mér finnst ég þurfa að muna þegar ég er úti að hjóla. Í dag hjólaði ég töluvert í góða veðrinu. Það er mikill lögregluviðbúnaður í París og fólk er almennt frekar áhyggjufullt yfir ástandinu í heiminum.
En heilinn í manni virkar svo furðulega. Þetta braust fram hjá mér í dag. Ég er mjög spéhrædd og þori varla að kalla þetta ljóð, en ég er að reyna að vera kúl svo ég bara læt vaða. Ég fann engan titil samt:

Andlit þitt speglast í sólgleraugum hans.
En hann sér hvorki þig, né sólina
sem hann sér ekki fyrir sólgleraugunum
sem endurpegla í hans huga ekki andlit þitt
heldur hans eigin stöðu í samfélaginu.
Valin af kostgæfni, fyrst merkið svo lúkkið.
Hann glottir út í annað, grípur reikninginn,
segir: „Heyrðu, þarf að drífa mig, vertu í bandi.“

0 Responses to “Hjólað og ljóðað”



  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd




Nýlegar athugasemdir

hildigunnur um Ósýnileiki
showerhead Percolato… um
parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó