Ó mig auma! Haldið þið ekki að það sé önnur íslensk stúlka í París að blogga á slóðinni parísardama. Við völdum okkur sömu síðugerðina og yfirheiti síðunnar hennar er með greininum eins og hjá mér, ParísardamaN, svo þetta er mikill bömmer. Hún hefur að vísu ekki skrifað neitt inn hjá sér síðan í mars og síðan hennar er afar stutt. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Halda áfram með mitt næstum sama nafn, eða finn eitthvað annað? stinafina er „frátekið“ þ.e. einhver Kristín gerði prufu með það einhvern tímann fyrir löngu og ég er ekki viss hvernig ég á að snúa mér í að taka yfir það. Ég gæti náttúrulega notað kristiniparis, en það er bara svo fjandi ófrumlegt finnst mér. Æ og ó, mig vantar ráð, ég á svo erfitt með að taka ákvarðanir þessa dagana. Verð að melta þetta með mér a.m.k. í dag.

Börnin eru farin út í garð með hugrökkum pabbanum. Það er rok og rigning, eins og Ísland í júlí… nei, ég meina nóvember. Þau urðu að komast út í smá loft, stemningin var frekar stirð hér í morgun. Við saklausir foreldrarnir vorum búin að gera okkur vonir um að þau svæfu aðeins út, en klukkan hálfátta voru allir vakandi og komnir fram í eldhús að borða. Við fórum í matarboð í gærkvöld og komum heim um hálfþrjú og þau voru bæði vakandi í bílnum á leiðinni heim svo þetta var undarleg nótt fyrir þau. En það er bara svo skrýtið að sum börn sofa ekkert mikið lengur þó þau vaki lengur. Mín börn eru nú samt oft vöknuð fyrir sex svo hálfátta er í áttina að því að sofa út. Ég öfunda mikið þá sem eiga börn sem nenna að kúra og hanga á morgnana.

0 Responses to “”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: