Hef ekki haft tíma til að koma á netið vegna þess að fjölskyldan er í heimsókn til að vera viðstödd lítið og látlaust brúðkaup mitt á laugardaginn kemur. Bara foreldrar og systkin brúðhjónanna ásamt börnum okkar. Ég skil ekki alveg hvernig fólk fer að því að hafa stórbrúðkaup, mér finnst nóg umstangið í kringum þetta. Reyndar ákvað ég að vera voða fín og kannski hefði það verið nákvæmlega sama vesenið, ég á nefninlega dálítið erfitt með að vera fín. Kaupi mér sko yfirleitt bara föt í HogM og þægilega skó en nú verð ég í klæðskerasaumuðum kjól frá Rögnu Fróða frábæru og hef verið að leita að gelluskóm við gellukjólinn en það gengur vægast sagt illa og ég er eiginlega farin að halda að ég gifti mig berfætt. Verst að til að geta verið gella í gellukjólnum þarf ég að vera í sokkabuxum með alls konar fiffi sem halda inni öllum leifum síðustu meðgöngu og öllu súkkulaðinu sem breyttist í fitu. Og þess vegna verð ég ekki berfætt sem gæti sloppið sem kúl, heldur á nælonsokkum sem eiginlega gengur ekki úti á gangstétt.

Ég enda áreiðanlega með að kaupa einhverja skó sem ég er löngu búin að sjá og afgreiða sem ómögulega í einhverri af þúsund búðunum sem ég er búin að fara í.

Jæja, nú verð ég bara að hætta, klukkan að verða tíu og dóttir mín hlaupandi um með kvöldúlf í sér og maðurinn minn að reyna að koma nýja borðstofuborðinu út á gólf til að við getum sest að snæðingi og mín er vænst í húsmóðurhlutverkið. Bless í bili.

0 Responses to “”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: