bleik

Í dag var ég í bleikum hörbuxum. Í Champagne var fullt af konum með bleikan varalit og kampavínið flaut, engin þeirra var þó að fagna kosningarétti íslenskra kvenna. Ekki ég heldur þannig lagað séð. Ég var þó meðvituð í morgun um að það væri alveg við hæfi að vígja einmitt í dag þessar dásamlega flúorbleiku hörbuxur sem ég fjárfesti í á dögunum.

Ég er þrisvar sinnum búin að reyna að lesa grein Hermanns um ljóð og nýjungar í Lesbókinni en mér gengur ekkert með hana. Ég er búin að prófa að byrja aftast (eins og ég geri næstum því undantekningalaust), í miðjunni og m.a.s. þæg og góð fremst. Þá náði ég inn í rúmlega miðja grein svo líklega er ég búin að lesa hana næstum því alla. Ekki það að greinin sé illa skrifuð eða óskiljanleg, heilinn á mér er bara í overload, líklega.
Ætli ég grípi hana ekki bara með mér í sumarfríið sem hefst eftir tæpar tvær vikur og er það sem heldur mér á lífi þessa dagana?

Henning Mankell virkar hins vegar fínt, ferlega er morðinginn í bókinni sem ég er að lesa krípí. Hvað ætli bókin heiti á íslensku? Hún heitir Einræni stríðsmaðurinn á frönsku, einrænn, er það ekki annars orð?
Ég sé tvöfalt.

Lifið í friði.

0 Responses to “bleik”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
Nýlegar athugasemdir

parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó
Elín Kjartansdóttir um rafmögnuð kona
juliann um agnetha

%d bloggurum líkar þetta: