breytingar

Fyrir, tja, líklega tveimur árum var ég með hóp í gönguferð um París. Einhver í hópnum fékk sms og sá ástæðu til að deila því með hópnum að einhver Jón hefði keypt íbúð með útsýni yfir Central Park á þúsundir þúsundkalla. Ég greip tækifærið og útskýrði fyrir hópnum að þarna væri áhugaverður munur á Íslendingum og Frökkum.
Í Frakklandi sleppur maður nefnilega algerlega við svona einhvern veginn sigrihrósandi fréttir af því hvað ríka fólkið getur spanderað miklu í íbúðir eða bíla. Einu skiptin sem ég sé skrifað um dýrar lúxusíbúðir er þegar einhver hugrakkur rannsóknardómarinn er að uppræta spillingu. Það eru áreiðanlega einhver blöð sem birta svona fréttir, en það eru sérstök blöð sem heita nöfnum eins og Gala eða Royal eða Luxe og venjulegt fólk getur algerlega sniðgengið þau og efni þeirra, nema það óski annars.
Ég get ekki sagt að ég sakni sigrihróssins úr fjölmiðlaumfjöllun um ríka Íslendinga. Slekt-tónninn er í raun mun eðlilegri. Og mér finnst þægilegra að geta vorkennt þotuliðinu (ég vorkenni alltaf þeim sem er illa talað um á opinberum vettvangi, ræð ekki við það) en að þurfa að vera hissa á einhvers konar dýrkun á því.

Lifið í friði.

6 Responses to “breytingar”


 1. 1 hildigunnur 14 Maí, 2009 kl. 12:07 e.h.

  Jámm, mikið betra svona.

 2. 2 Líba 14 Maí, 2009 kl. 12:25 e.h.

  Það er eitthvað í íslensku þjóðarsálinni sem veldur því að okkur finnst við (mörg) ekki geta/mega annað en vera hrifin/glöð yfir velgengni annarra. Margir kunna ekki við að segja upphátt að þeim finnist að þessi eða hinn hafi hagnast óeðlilega mikið. Enginn vill vera stimplaður öfundsjúkur lúser. Ég held að þetta sé ein af mörgum ástæðum fyrir því að svo fór sem fór hér. Allt of fáir þorðu að benda á nakta keisarann og ennþá of færri tóku undir með þeim og heimtuðu skýringar.

  Ég er sammála að það er betra og eðlilegra að vera gagnrýninn og ég vona að við höfum þroska til að halda því áfram.

 3. 3 Valur 14 Maí, 2009 kl. 1:12 e.h.

  Það er í góðu lagi að fjölmiðlar haldi okkur almenningi upplýstum um gang mála … en er öll blöð landsins eru dottin í þann djúpa-slúðurblaða-brunn og halda að almenningur hafi ekki áhuga á neinu öðru en lífi þotuliðsins .. þá eru fjölmiðlar í meiri vanda en þeir skilja sjálfir.

  Og er á köflum líkt og öll dagblöð landsins litla heiti nafni líkt og ,,Sjáðu hér og nú,,

 4. 4 parisardaman 14 Maí, 2009 kl. 6:01 e.h.

  Já, Hildigunnur. Og Líba, þetta er að hluta til vegna smæðar þjóðarinnar, býst við að sami komplexinn komi upp í smærri einingum í Frakklandi, þorpinu, blokkinni… og Valur það er líka smæðin sem gerir blöðin að svona fjölnota bæklingum, allt í graut, stjórnmálaskýringar og fólk í fréttum og blandast líka svona vel saman bara.

 5. 5 Árni 14 Maí, 2009 kl. 7:11 e.h.

  Ég held að munurinn á ‘gleði’ í þessu samhengi og ‘minnimáttarkennd’ sé hárfínn.

 6. 6 parisardaman 14 Maí, 2009 kl. 7:45 e.h.

  Eflaust, Árni. Stundum verð ég svo þreytt þegar ég hugsa um íslenskar aðstæður. Og svo ánægð með að búa í stórborg. En sumt er betra í fámenninu samt…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: