Í nokkrar vikur hef ég ekki getað leitað í tölvupóstum, ef ég slæ inn leitarorð fæ ég alltaf 0 niðurstöður. Einhverjar hugmyndir frá tæknifríkunum sem lesa mig?
Svo var ég að fá tilkynningu um að skrifstofa Erasmus-nema í háskólanum er lokuð í dag og líklega á morgun, vegna verkfalls. Nú verður spennandi að sjá hvort mín góða rauðklædda kennslukona þarf líka að vera í verkfalli. Það yrðu vonbrigði. Og er sérstaklega með tilliti til þess að síðasta vetur lá skólastarf meira og minna niðri allan veturinn vegna verkfalla starfsfólks.
Í morgun lærði ég nýtt orð: slóðadráttur. Prófið að fletta því upp í orðabók, en þetta orð er nú notað af Þýðingamiðstöð Utanríkisráðuneytisins yfir það sem ég þekki eingöngu undir enska orðinu track-changes. Ætli það hafi verið búið til af einhverjum sem var búinn að fá nóg af prófarkarlesurunum?
Lifið í friði.
Slóðadráttur er gamalt og gott íslenskt orð sem allir sveitamenn þekkja. Það er gaman að heyra að einhver hjá Þýðingarmiðstöðinni hafi séð að það hentaði að endurnýta það í þessu skyni.
O sei sei já. Hugkvæmur smábóndi fyrir norðan, sem ekki hafði hest tiltækan, beitti hrútnum sínum fyrir slóðann eitt vorið. Ég held nú það.
Hústaka og íkveikja á Skólavörðustíg
ertu að leita inni í Mail?
já og stóra leitin í tölvunni á að skila Mail niðurstöðum líka, bæði Spotlight og Search.
Hafi komið skítur á tún, hvort heldur úr afturenda skepnu eða skítadreifara, þá slóðadraga allir sómakærir bændur túnið áður en grasið fer að spretta að ráði. Það er ein af forsendum fyrir lífrænni ræktun að áburðurinn nýtist sem allra best.
Ég þekki allt of mikið af sveitafólki, hehe. En takk, Hildigunnur, já, ég er að leita inni í Mail. Prófa spotlight og Search, kannski hjálpar mér eitthvað! Maður kemst ekki að því fyrr en maður missir svona fídusa, hvað maður notar þá svaðalega mikið.
Getur verið að Parísadaman leiti á röngum stað (þú verður að velja möppu, hvort forritið eigi að leita í öllu bréfinu, sendanda, viðtakanda, efnislínu), sjá nánar hér:
Heyrðu, það kemur ekkert svona hjá mér, Sigurbjörn (og þú færð tíu plús fyrir leitarorðið, he he). Ég hef notað þetta óspart og bara slegið inn orð og fengið upp bréf þar sem það kemur fyrir. Ekkert möppuval eða neitt (man þó að þannig var það á gömlu tölvunni). En nú kemur alltaf bara 0. Reyndar virkar ráð Hildigunnar, en þetta pirrar mig samt.
Hurru. Jú, þetta virkar, Sigurbjörn! Gvuð mín almáttug, hvað ég skammast mín! En hvenær breyttist þetta?
Bara tíu?