jólatré og einiberjarunnur

Á hverju kvöldi dansa ég í kringum ímyndað jólatré með börnunum til að æfa þau upp fyrir jólaballið. Í gærkvöldi stakk Kári upp á því að pabbinn léki jólatré. Hann samþykkti það ekki en við ætlum að vinna í því máli.
Ferlega er Einiberjarunnurinn alltaf langur. Og mig vantar eina athöfn, fyrst er þvegið, þá undið, hengt upp, teygt og straujað… ah, og nú kemur það þegar ég skrifa um þetta, á laugardeginum eru gólfin þvegin. Ég var alveg föst í þvottinum fram á sunnudag. Spurning: gangið þið inn kirkjugólfið að kvöldi eða líka að morgni?

Lifið í friði.

8 Responses to “jólatré og einiberjarunnur”


  1. 1 Harpa J 25 Nóv, 2008 kl. 11:31 f.h.

    Greiðum hárið snemma á sunnudagsmorgni og göngum svo kirkjugólfið seint á sunnudagsmorgni.

  2. 2 parisardaman 25 Nóv, 2008 kl. 11:50 f.h.

    Aha, ég hef oftast sungið snemma á sunnudagskvöldi, en var alls ekki viss.

  3. 4 hildigunnur 25 Nóv, 2008 kl. 3:59 e.h.

    Hörpu útgáfa hér líka (hmm, hljómar eins og bókaútgáfa).

    Við foreldrarnir mætum á jólaball með krökkunum í Austurbæjarskóla, stundum fæ ég að spila á fiðluna þegar er gengið kringum tré, eða bara dansa, það er svoooo gaman!

  4. 5 Frú Sigurbjörg 25 Nóv, 2008 kl. 5:43 e.h.

    Það er nú alveg nauðsynlegt að fjölskyldufaðirinn axli mikilvæga ábyrgðarstöðu sem jólatré! Gangi ykkur vel.

  5. 6 parisardaman 25 Nóv, 2008 kl. 5:55 e.h.

    Voðalega eru allir sammála og góðir hér. Eitthvað annað en á öðrum stöðum í netheimum (ég er ekki að kvarta, síður en svo).
    Ég kem þessu á framfæri í næsta tíma í íslenska skólanum svo börnin læri þetta örugglega rétt á öllum heimilunum. Og pabbinn SKAL verða jólatré, ég mun sannfæra hann um það.

  6. 7 ghrafn 25 Nóv, 2008 kl. 8:49 e.h.

    OMG … ganga í kring um jólatré … eins og maður hafi ekki nóg að gera við að undirbúa byltinguna!

  7. 8 Kristín í París 25 Nóv, 2008 kl. 9:02 e.h.

    Ertu ekki búinn að heyra nýja piparúðasönginn? Hann verður sunginn fullum hálsi:
    Þegar piparúðinn notast
    lítill löggumaður tekur:
    Fyrst af öllu piparúðann
    og hann ýtir fast á staut.
    Þá má heyra ýmsa æpa,
    aðrir hvítna eins og næpa.
    Sumir nudda æstir augun,
    æða grátandi á braut.

    Þegar öllu þessu er lokið
    lítill löggumaður segir:
    Þetta er ansi góður úði,
    allt er hyskið farið brott.
    Inni í klefa á ég bjána,
    einn með gulan bónusfána
    Og með svona piparúða
    gengur police-vinnan flott.


Færðu inn athugasemd




Nýlegar athugasemdir

hildigunnur um Ósýnileiki
showerhead Percolato… um
parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó