komin aftur

Ég er ekki hætt að blogga, þó ég hafi líkt og misst áhugann um tíma. Ég get samt ekki ímyndað mér að hætta og ég hef oft komið hingað inn undanfarna daga og byrjað að skrifa eitthvað. En svo fannst mér það alltaf hjárænulegt og leiðinlegt.
En ég ætla að halda áfram að prófa og ef þú ert að lesa þetta, hefur mér loksins tekist að byrja aftur. Ég ætla að prófa að hafa þetta sundurleita frásögn af fríinu mínu sem var extralangt, sem er ekki jákvæð staðreynd, nema maður sé alger letingi og eigi peninga á leynireikningi sem er ekki málið hjá mér. Ég er reyndar letingi, en það eru takmörk fyrir því hversu langt það nær.

Eftir unaðslegt Suður-Frakklandsfrí var ég í mánuð á Íslandi. Aðallega að stússast með yfirþyrmingunum í fjölskyldunni, en náði að hitta hluta af vinahópnum mínum sem er orðinn svo stór að það hafa komið upp hugmyndir um að ég leigi Laugardalshöllina einn laugardag og verði svo með svona speed-date, fólk raði sér á borð og ég komi og tali við það í ákveðið langan tíma. Svo geti ég bara verið róleg og laus við samviskubit það sem eftir er af tímanum heima. Þarf að spá í þetta.
Mér tókst að fara gönguferð um fjöll og firnindi líkt og í fyrra, barnlaus og kallalaus. Þetta verður eitthvað sem ég mun reyna að gera árlega. Í þetta skiptið gekk ég Hinn óeiginlega Laugaveg, undir leiðsögn Páls Ásgeirs og Rósu konunnar hans. Hreint út sagt ólýsanlega frábær ferð. Ekki spillti að ég var alveg óvænt með skemmtilega ferðafélaga og að einn af þeim skipaði sig forseta matarfjelags Alþýðu og kokkaði ofan í mig dýrðarinnar dásemdir úr Oradósum og alls konar á hverju kvöldi. Hann bar líka postulínsbolla á bakinu og bruggaði alvöru expressókaffi handa okkur Alþýðunni í hádegishléum. Það fannst mér voðalega gott.
Þó að hnén á mér hafi ákveðið að vera til leiðinda, dugði það engan veginn til að skemma þessa ferð, sem ég endurupplifi í huganum á hverjum degi. Ég lofa því að setja inn nokkrar myndir, en hér kemur mín uppáhalds:

Uppgönguhryggir

Nú hef ég ekki orku í meira. En ég dreif mig af stað í kvöld vegna þess að þó ég hafi klikkað á alls konar plöggi undanfarið, vil ég koma því hér með á framfæri að ég „held með“ sakborningum í máli ríkisins gegn Hauki Hilmarssyni og Jason Thomas Slade og hvet alla til að lesa sér til um málið hér. Í alvöru, þetta er mjög áhugavert, eins og bara allt í sambandi við valdið og ríkið og hver ræður og hver er frjáls.

Og einmitt í framhaldi af þessu er hægt að minna á frumsýningu myndarinnar Ge9n (borið fram Gegn, samkvæmt afar áreiðanlegum heimildum), föstudaginn 9. september, sama dag og Chomsky talar í Háskólanum. Oh, það væri nú gaman að vera á Íslandi þessa dagana, en hér í útlandinu á ég víst heima. Það var ágætis viðtal við Hauk Má Helgason í Víðsjá í dag, 6. september, seinni hlutanum.

Ég lofa því að verða duglegri á næstu dögum, lýsi því galvösk yfir að pásan er búin og margt brennur mér á hjarta.

Lifið í friði.

10 Responses to “komin aftur”


 1. 1 baun 6 Sep, 2011 kl. 11:01 e.h.

  Ég er líka eiginlega alveg búin að missa áhugann á að blogga á betabaun, geri það með hálfum hug þegar ég nenni (samt varla). Samt er ég alltaf að fá hugmyndir en það vantar bara einhvern neista. Kannski vantar samskiptin sem voru, áður en fb valtaði yfir gamaldags blogg.

  Hins vegar nenni ég miklu frekar að blogga um dót, það er svo heilaslakandi.

  Og ferðin okkar í sumar var osom. Segi og skrifa:)

 2. 2 hildigunnur 7 Sep, 2011 kl. 1:21 f.h.

  sama hér – blogga núna bara þegar eitthvað sérstakt er. Er samt ekki hætt!

 3. 3 parisardaman 7 Sep, 2011 kl. 8:13 f.h.

  Oh, plís ekki hætta. Ég fyllist alltaf krafti þegar ég les baunabloggið, sem er svo ljúft og fallegt. Og mér finnst svo gaman að fylgjast með lífi fólks og kattar á Njálsgötunni líka. Áfram, dömur!
  En það er reyndar satt, dótabloggin eru líka skemmtileg. Og ég komst í svo feitt á dögunum, að ég er enn að jafna mig. Keypti reyndar bara þrennt, enda er ég enn á línunni, hreinsa út frekar enn að taka inn.

 4. 4 baun 7 Sep, 2011 kl. 8:19 f.h.

  Bloggaðu um dótið kona! Sálarsystur þínar hinar gramsfíknu vilja óðar og uppvægar vita meira.

 5. 5 parisardaman 7 Sep, 2011 kl. 9:42 f.h.

  Já, ég skal gera það. Því miður tók ég engar myndir í Ali Baba hellinum, mundi ekki eftir því að ég var með nýjan gellusíma með svaka fínni myndavél í sér… En ég get tekið mynd af fína kökudisknum sem ég greip með mér þaðan. Bráðum!

 6. 6 Harpa Jónsdóttir 7 Sep, 2011 kl. 11:06 f.h.

  Frábær mynd! Ég get vel ímyndað mér að ferðin hafi verið að minnsta kosti jafn góð.

 7. 7 heidat 11 Sep, 2011 kl. 3:09 e.h.

  ég er fegin alltaf þegar ég nenni að blogga, því það er svo gott að vita síðar hvað maður hefur verið að bralla og hugsa á ákveðnum tímapunkti. blogg er eiginlega orðið bara meira fyrir mann sjálfan, kannski komið aftur á þann stað sem það var fyrst á: opin dagbók. fyrst og fremst fyrir mann sjálfan, en hver sem er má lesa ef hann vill.

 8. 8 parisardaman 12 Sep, 2011 kl. 9:36 f.h.

  Líklega hárrétt hjá þér Heiða.

 9. 9 Glúmur 12 Sep, 2011 kl. 2:20 e.h.

  Allt frá Gretti og til Skúla Thoroddsen hafa Íslendingar alltaf haldið með skúrkinum

 10. 10 parisardaman 13 Sep, 2011 kl. 6:46 f.h.

  Það þarf kannski að vera skúrkur til að umbylta gölluðu kerfi?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: